Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 49
jón hlutum vatns, ef tennur eiga að haldast
blettalausar.
Vert er að geta þess, að blettirnir koma því aðeins á
tennurnar, að menn fái í sig fluor á barnsaldri, áður
en fullorðinstennurnar eru teknar. Fluor gengur í sam-
band við kalk í glerungnum, en eftir að hann er full-
myndaður og tönnin tekin til starfa, gætir efnaskipta í
glerungnum svo lítið, að fluor nær ekki að setjast í hann
svo neinu nemi.
Ný viShorf.
Ekki voru liðin nema 10 ár frá því að menn höfðu
uppgötvað skaðsemi fluors fyrir tennurnar, þegar menn
sáu að önnur hlið var á málinu. Við rannsóknir í Suður-
Dakota kom það í ljós 1938, að tennur, sem blettóttar
voru af fluor, voru mun minna skemmdar en tennur ann-
arra, sem engar menj ar báru um fluoreitrun. Og við rann-
sókn á 236 börnum, sem öll voru 9 ára og höfðu öll búið
að staðaldri við fluorblandað vatn, kom í Ijós, að tannáta
var mjög sjaldgæf meðal þessara barna, bæði í barna-
og fullorðinstönnum þeirra. Og heilbrigði tannanna var
ekki háð því, hvort brúnir blettir voru á þeim eða ekki,
heldur aðeins því, hvort börnin höfðu neytt vatns með
óeðlilega miklu fluor í.
Nú var gerður samanburður á börnum í tveim bæjum.
í öðrum þeirra, Galesburg, var 1,8 hlutar pr. milljón af
fluor í vatninu, en í hinum bænum, Quincy, var ekkert
fluor í vatninu. 1 Galesburg reyndust tannskemmdir rúm-
lega þrisvar sinnum færri en í Quincy. Samt bar svo lítið
á fluorblettum á tönnum barnanna í Galesburg, að ekki
fannst nema vottur af þeim hjá 50% þeirra, sem notað
höfðu vatnið að staðaldri meðan tennur þeirra voru að
þroskast, en hjá hinum 50% sáust engin merki á tönn-
unum.
Heilbric/t líf
47