Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 53
INGÖLFUR GÍSLASON,
f. héraðslæknir:
ÞEGAR „POURQUOI PAS?44 FÓRST
Tíu ára minning
Læknisbústaðurinn í Borgarnesi stóð í brekku og stendur
raunar enn; framhlið hússins var öll ofanjarðar. Mér
virtist því ástæðulaust að kalla neðri hæðina kjallara, en
svo fannst aftur öðrum, að hjá því yrði ekki komizt, vegna
þess að brekku megin náði jörðin upp á miðjan vegg neðri
hæðarinnar. Jæja, mér var nú raunar sama um nafnið, en
svefnherbergið mitt var þarna móti upprennandi sól og
ég svaf þar margan væran blund. Það var öðruvísi á
Vopnafirði og Breiðumýri. Ég bjó í litlum timburhúsum
á báðum þeim stöðum og þar svaf ég uppi á lofti. Þegar
hvessti mikið, fóru þau að skjálfa og það söng og nauðaði
í þakskeggjunum og svo kipptust húsin við annað slagið,
eins og fælinn hestur, þegar kviðurnar riðu yfir. Það var
stundum hálfónotalegt að hrökkva upp við þetta og heyra
svo skröltið í einhverju lauslegu úti fyrir. Það gat líkzt
því, að verið væri að berja í húsvegginn. Ég minntist
þess, að í svona víðlendu héraði hlaut margt að koma
fyrir: Bráðir sjúkdómar, slys eða erfiðar fæðingar. Hugur
þess sjúka eða vandamanna gat sent skeyti — hugskeyti —
eða þá fylgja sendimanns gerði smáþrusk — hún var
alltaf svo langt á undan manninum sjálfum — og svo
kom sendiboðinn og barði nokkur þung högg í þilið fyrir
neðan gluggann. Þá var að drífa sig á fætur og kveikja
ljós til þess að gesturinn hætti að berja, komast niður
dimman stiga og opna húsið; og svo varð að fara sem
Heilbrigt líf
51