Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 54

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 54
fara vildi með ferðlag og slíkt. Nei, hér í sterku og vel byggðu steinhúsi í Borgarnesi var öðru máli að gegna, enginn skjálfti, hvað sem á gekk og engin högg í vegg. Einhver kom máske og drap fingri lauslega á gluggann, við höfðalagið, sem ég svo opnaði; gesturinn settist svo þarna í grasið úti fyrir, en ég lá rólegur í rúminu og nú gátum við rabbað um sjúklinginn, hvernig með hann skyldi farið til morguns, ef engin hætta var á ferðum; svo hallaði ég aftur glugganum, sneri mér á hina hliðina og sofnaði. Já, það er gott að sofa í neðri hæð í vönduðu steinhúsi fyrir lækni í sveit. En samt var það nú svo, fyrir réttum 10 árum, aSfara- nótt 16. september 1936, að ég svaf ekki rótt seinni partinn. Það gekk eitthvað óvanalegt á úti fyrir; ég skildi ekki hvað þetta var, fyrr en ég opnaði gluggann lítið eitt og komst að raun um, að ofsaveður og ólæti í lofti og á legi væri orsök þessa ófriðar; ég hugsaði, að ekki væri um annað að gera en reyna að sofna aftur, en það gekk erfiðlega og í hálfrökkri um morguninn kom stúlkan hlaupandi niður stigann og sagði, að stjórnarráðið vildi tala við mig í síma. Ég skildi ekki, hvernig í þessu gæti legið. Ég vissi ekki til, að ég hefði brotið neitt af mér, svo við ávítun eða rekstri frá embætti væri hætt, sízt svo að það þyrfti að vekja upp til þess. Ég fór í slopp og ilskó og tók tvær tröppur í einu skrefi. Á skrif- stofunni var kalt og óvistlegt og veðrið lamdi rúðurnar. Ég tók heyrnartólið og gaf til kynna með „halló“ eða einhverju slíku, að nú mætti stjórnarráðið segja hvað það vildi. Fulltrúinn var hinn vingjarnlegasti, en erindið var, því miður, verra og alvarlegra en ég hafði búist við: Sjóslys — skiptapi undan Mýrum, heimsfrægur maður og merk áhöfn hefði líklega farizt, rannsóknaskipið franska „Pourquoi pas ?“ strandað út frá Straumfirði, ég beðinn að fara strax niður eftir og athuga, hvort nokkuð 52 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.