Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 54
fara vildi með ferðlag og slíkt. Nei, hér í sterku og vel
byggðu steinhúsi í Borgarnesi var öðru máli að gegna,
enginn skjálfti, hvað sem á gekk og engin högg í vegg.
Einhver kom máske og drap fingri lauslega á gluggann,
við höfðalagið, sem ég svo opnaði; gesturinn settist svo
þarna í grasið úti fyrir, en ég lá rólegur í rúminu og nú
gátum við rabbað um sjúklinginn, hvernig með hann skyldi
farið til morguns, ef engin hætta var á ferðum; svo hallaði
ég aftur glugganum, sneri mér á hina hliðina og sofnaði.
Já, það er gott að sofa í neðri hæð í vönduðu steinhúsi
fyrir lækni í sveit.
En samt var það nú svo, fyrir réttum 10 árum, aSfara-
nótt 16. september 1936, að ég svaf ekki rótt seinni
partinn. Það gekk eitthvað óvanalegt á úti fyrir; ég
skildi ekki hvað þetta var, fyrr en ég opnaði gluggann
lítið eitt og komst að raun um, að ofsaveður og ólæti í
lofti og á legi væri orsök þessa ófriðar; ég hugsaði, að
ekki væri um annað að gera en reyna að sofna aftur, en
það gekk erfiðlega og í hálfrökkri um morguninn kom
stúlkan hlaupandi niður stigann og sagði, að stjórnarráðið
vildi tala við mig í síma. Ég skildi ekki, hvernig í þessu
gæti legið. Ég vissi ekki til, að ég hefði brotið neitt af
mér, svo við ávítun eða rekstri frá embætti væri hætt,
sízt svo að það þyrfti að vekja upp til þess. Ég fór í
slopp og ilskó og tók tvær tröppur í einu skrefi. Á skrif-
stofunni var kalt og óvistlegt og veðrið lamdi rúðurnar.
Ég tók heyrnartólið og gaf til kynna með „halló“ eða
einhverju slíku, að nú mætti stjórnarráðið segja hvað
það vildi. Fulltrúinn var hinn vingjarnlegasti, en erindið
var, því miður, verra og alvarlegra en ég hafði búist við:
Sjóslys — skiptapi undan Mýrum, heimsfrægur maður
og merk áhöfn hefði líklega farizt, rannsóknaskipið
franska „Pourquoi pas ?“ strandað út frá Straumfirði, ég
beðinn að fara strax niður eftir og athuga, hvort nokkuð
52
Heilbrigt líf