Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 59

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 59
lögðum 11 ofar og aðra 11 neðar við fætur hinna; breiddum svo hreint, létt segl yfir þessa hryggilegu hvílu — 22 föla, snyrtilega, sjórekna menn, sem virtust sofa þarna í brekkunni. Ég hafði tal af eina manninum, sem af hafði komizt. Ég lærði undirstöðuatriðin í frönsku í skóla og fyrstu árin mín á Vopnafirði leituðu margir franskir sjómenn til mín, því að þeir fiskuðu á miðunum út af Langanesi á sumrin; franskar og færeyskar skútur voru þar í tugatali. Fyrir vikið gat ég fleytt mér ofurlítið í frönsku og nú fékk ég að vita, að hann kenndi sér einskis meins, var ekki einu sinni kvefaður. En hann var alvarlegur og þungbúinn á svip og syrgði vitanlega félaga sína. Hann sagði okkur frá því, hvernig þetta hefði að borið. Þeir höfðu snúið við vegna óveðursins og ætlað inn til Reykjavíkur aftur, en villzt á vitaljósum og tekið skakka stefnu í myrkrinu; ekki ráðið við neitt vegna hamfara náttúrunnar og ekki vitað af fyrri en skipið steytti á skeri og rakst á klettinn, sem braut skipið og svipti þá leið til bjargar. Aðeins máfur- inn, sem dr. Charcot hleypti úr búrinu, gat sveiflað sér í land. Brimið skolaði skipshöfninni í sjóinn smátt og smátt, bátarnir brotnuðu og sukku, og engum varð lengra lífs auðið nema þessum eina manni, eins og áður er sagt. Hann ráfaði nú um hlaðið í Straumfirði í buxum, sem voru alltof víðar honum og treyju, sem náði niður á mitt læri. Það var verið að þurrka fötin hans. Hann virtist ekki hugsa um, hvernig hann væri klæddur; hann leit á öldurnar og klettinn, þar sem skipsflakið sást nú ekki lengur og við og við renndi hann augunum upp í brekkuna, þar sem brúnleita seglið huldi félagana. Við fórum inn baðstofu og borðuðum miðdagsmat, okkur líkaði vel dilkakjötið, en rúgbrauð vildi Frakkinn ekki; það sagðist hann aldrei hafa smakkað. Þegar líða tók á daginn, komu þeir frá Reykjavík, Heilbrigt líf 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.