Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 99
lækningar við þessum kvilla fara fram, hefur þess ekki
orðið vart, að menn smitist nema á barnsaldri.
Kláði. Gætir minna en árinu áður. Þó eru taldir fram
828 sjúklingar, en vitanlega koma ekki öll kurl til grafar.
Sums staðar (Stykkishólms-, Patreksfj.-, Reykjarfj.hér.)
virðist þessi kvilli alveg rótfastur. Lækningarnar kák. Eins
og Vestmannaeyjalæknirinn lét í ljós í skýrslunum 1941,
eru ekki skipulagðar kláðalækningar á mannfólki eins og
á sauðfé. Vill ekki heilbrigðisstjórnin rumska? Tillögu
Hannesar Guðmundssonar, húðsjúkdómalæknis, um að
koma upp kláðalækningastöðvum eftir erlendri fyrirmynd,
hefur ekki verið sinnt. 1 þeim er fólkið læknað á sólar-
hring, og sótthreinsaður um leið fatnaður þess.
Iírabbamein.
Dánartölur um áratuginn 1933-1942 eru á þessa leið:
Ár: ’33 ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42
Dánir: 125 141 147 140 156 141 157 148 189 162
Af 132 sjúklingum, sem taldir eru í Reykjavík, eru 52
búsettir utan héraðs og er það vottur um, hve fólk leitar
lækninga í höfuðstaðnum við þessum meinum. Alls lágu
173 sjúklingar með krabbamein í sjúkrahúsunum.
Eftir líffærum skiptast æxlin þannig: í maga 102 (61
karl, 41 kona), í brjósti 27 (1 karl), í burðarlegi 14, í
eggjastokkum 6, í endaþarmi 5 og færri í öðrum líffærum.
Krabbameinin hafa ekki hátt um sig í byrjun. Menn
skeyta því stundum lítt, þó að vart verði við hnúsk í
holdi, t. d. í brjóstinu, enda er hann venjulega þjáninga-
laus í byrjun. Meinin fara sér oft hægt, og vara menn sig
því síður á þeim. Héraðslæknirinn í Borgarnesi segir t. d.
frá konu, sem hafði sitt brjóstamein í 12 ár. Héraðs-
læknirinn á Blönduósi getur þess, hve fólkið er einatt
Heilbrigt líf — 7
97