Úrval - 01.06.1951, Page 4
2
TÍRVAL
mikið, heldur fyrirlestra og veit-
ir leiðbeiningar þeim, sem áhuga
hafa á norðurheimskautslöndun.
um. Síðan land vort fór að láta
sig miklu varða ísland og Græn-
land, eru margir þessara, áhuga-
manna úr starfsliði ríkisstjórn-
arinnar. I fjórtán bókum, milli
þrjú og f jögur hundruð tímarits-
greinum, nokkur hundruð fyrir-
lestrum og óteljandi samtölum
hefur hann sýknt og heilagt
hamrað á þeirri skoðun sinni,
að svæðið kringum norðurpólinn
sé gósenland með gnægð veiði-
dýra og unaðslegt til búsetu. I
kunnustu bók sinni, Heimskauts-
löndin unaðslegu (The Friendly
Arctic), sem hann skrifaði 1920,
segir hann, að í Norðuríshafinu
sé með afbrigðum gott til fanga,
og að fyrri heimskautsfarar,
sem hefðu ekki notfært sér það,
hefðu annaðhvort vanrækt að
líta í kringum sig eða hugsað
of mikið um að nota hundana
sér til matar. Roald Amundsen,
aðalkeppinautur Vilhjálms í
norðurförum, reiddist svo þess-
um ummælum, að þegar hann
skrifaði sjálfsævisögu sína, lagði
hann sig í framkróka til að
sanna, að Vilhjálmur væri ekk-
ert annað en skrumari, og sagði
meðal annars, að Heimskauts-
löndin unaðslegu væru full af
„skaðlegum og hættulegum
þvættingi"! Vilhjálmur tók þess-
rnn skoðanamismun með fyllsta
jafnaðargeði. Á fundi í Konung-
lega brezka landfræðifélaginu,
rétt eftir að bók Amundsens
kom út, las Vilhjálmur svæsn-
ustu ádeilukaflana athuga-
semdalaust.
Einhverra hluta vegna hafa
kenningar Vilhjálms um norður-
heimskautslöndin náð meiri hylli
í öðrum‘ löndum en í Ameríku.
I Rússlandi höfðu Heimskauts-
löndin unaðslegu geysimikil á-
hrif. Rússum varð skyndilega
ljóst, að rétt fyrir norðan þá
voru víðáttumikil, byggileg lönd,
með ótæmandi möguleikum.
Bækur Vilhjálms breyttu svo
mjög skoðunum þeirra á heim-
skautslöndunum, að þeir hófu
þjóðflutninga norður á bóginn,
sambærilega við hinn mikla.
fólksstraum til Klondike á sín-
um tíma. Fyrir tæpum tveim ár-
um hélt Vilhjáimur upp á sex-
tugsafmæli sitt í kyrrþey í bjór-
kjallara einum í þorpinu ásamt
nokkrum kunningjum. I Rúss-
landi var dagsins minnst í öllum
blöðum og með veizluhöldum til
heiðurs Vilhjálmi. I Ameríku
eru bækur Vilhjálms lesnar í
skólum og háskólum aðeins eft-
ir frjálsu vali, en í flestum ensk-
um skólum eru þær skyldulest-
ur. Fyrir styrjöldina voru marg-
ir piltar og stúlkur í Englandi
í könnunarklúbbum, er allir not-
uðu bækur Vilhjálms sem hand-
bækur. Meðal amerískra vísinda-
manna nýtur Vilhjálmur mikils
álits fyrir afrek sín. Einn þeirra,
Earl P. Hanson, sem sjálfur er
merkur heimskautafari, sagði
nýlega: ,,Ég álít Vilhjálm Stef-