Úrval - 01.06.1951, Page 5
„KLONDIKE STEF"
3
ánsson merkastan landkönnuð
eftir daga Hinriks sæfara.“#
Það er mjög sennilegt, að ef
Vilhjálmur Stefánsson hefði
ekki ákveðið tuttugu og tveggja
ára gamall að breyta nafni sínu
William Stephenson í Vilhjálm-
ur Stefánsson, sem er norskur
ritháttur sama nafns* **, hefði
hann aldrei orðið frægur land-
köimuður. Hann var þá nýsveinn
við háskólann í Norður-Dakota
árið 1903. Foreldrar hans, sem
voru norskir** að ætt, voru bæði
fædd á íslandi. Þau höfðu breytt
rithætti nafnsins Stefánsson
þegar þau fluttu til Kanada ár-
ið 1876, þar sem William fædd-
ist þrem árum seinna. Fjölskyld-
an flutti til Norður-Dakota og
hóf búskap þar. I uppvextinum
var William aldrei ánægður með
nafnið Stephenson og raunar
heldur ekki nafnið William. Hon-
um fannst þau vera kauðaleg.
I kennslustund í félagsfræði
hafði prófessorinn eitt sinn orð
á því í fyrirlestri, að það þyrfti
siðferðilegt hugrekki til að halda
fast við óþjált nafn, sem sam-
borgararnir ættu erfitt með að
bera fram. Þessi orð prófessors-
ins urðu til þess að hinn ungi ný-
* Portúgalskur sæfari (1394—•
1460), sonur Jóhanns I. konungs í
Portúgal. Kannaði vesturströnd Af-
ríku. Talinn brautryðjandi hinna
miklu landafunda á miðöldum. Þ ý ð.
** Það þarf naumast að fræða
íslenzka lesendur um það, að grein-
arhöfundur fer hér þjóðavillt, eða ger-
ir ekki greinarmun á íslendingum og
norðmönnum. Þ ý ð.
sveinn tók ákvörðun sína. Hann
fór rakleitt niður á lögmanns-
skrifstofuna og leiðrétti það,
sem honum hafði lengi fundizt
skekkja. Sem Stephenson hafði
haim lifað tiltölulega fábreyttu
lífi, en undir hinu nýja nafni
uppgötvaði hann, sér til mikili-
ar ánægju, að ýmislegt fór að
ske. Örvaður af hinu framand-
lega nafni tók hann að gerast
umsvifameiri í skólanum með
þeim afleiðingum, að tæpum sjö
mánuðum seinna varð hann að
víkja úr skóla.
Sagan um brottvikningu Vil-
hjálms úr háskólanum varpar
að minnsta kosti daufu ljósi á
það, hvað það var í skapgerð
hans, sem laðaði hann seinna
út á ósnortnar ísbreiður norður-
hafa. Hún varpar einnig nokkru
ljósi á þrályndi hans og fyrir-
litningu á hefð og venjum, sem
seinna gerðu hann að einskonar
vandræðabarni norðurhjarans.
Það er athyglisvert, að þótt
hann væri saklaus af þeirri sér-
stöku ávirðingu, sem hann var
rekinn fyrir, var háskólaráðið á
einu máli um að Iáta sökina
bitna á honum. Þegar eitthvað
óvenjulegt skeði í háskólanum
um þessar mundir, var ekkert
líklegra, en að Vilhjálmur væri
forsprakkinn. Ef hann var sak-
laus, var ástæðan venjulega sú,
að hann var veikur eða f jarver-
andi úr borginni. Þegar Vil-
hjálmur kom í háskólann, var
hann næstum óþolandi fjölfróð-
ur. Hann hafði utan skólanáms