Úrval - 01.06.1951, Page 5

Úrval - 01.06.1951, Page 5
„KLONDIKE STEF" 3 ánsson merkastan landkönnuð eftir daga Hinriks sæfara.“# Það er mjög sennilegt, að ef Vilhjálmur Stefánsson hefði ekki ákveðið tuttugu og tveggja ára gamall að breyta nafni sínu William Stephenson í Vilhjálm- ur Stefánsson, sem er norskur ritháttur sama nafns* **, hefði hann aldrei orðið frægur land- köimuður. Hann var þá nýsveinn við háskólann í Norður-Dakota árið 1903. Foreldrar hans, sem voru norskir** að ætt, voru bæði fædd á íslandi. Þau höfðu breytt rithætti nafnsins Stefánsson þegar þau fluttu til Kanada ár- ið 1876, þar sem William fædd- ist þrem árum seinna. Fjölskyld- an flutti til Norður-Dakota og hóf búskap þar. I uppvextinum var William aldrei ánægður með nafnið Stephenson og raunar heldur ekki nafnið William. Hon- um fannst þau vera kauðaleg. I kennslustund í félagsfræði hafði prófessorinn eitt sinn orð á því í fyrirlestri, að það þyrfti siðferðilegt hugrekki til að halda fast við óþjált nafn, sem sam- borgararnir ættu erfitt með að bera fram. Þessi orð prófessors- ins urðu til þess að hinn ungi ný- * Portúgalskur sæfari (1394—• 1460), sonur Jóhanns I. konungs í Portúgal. Kannaði vesturströnd Af- ríku. Talinn brautryðjandi hinna miklu landafunda á miðöldum. Þ ý ð. ** Það þarf naumast að fræða íslenzka lesendur um það, að grein- arhöfundur fer hér þjóðavillt, eða ger- ir ekki greinarmun á íslendingum og norðmönnum. Þ ý ð. sveinn tók ákvörðun sína. Hann fór rakleitt niður á lögmanns- skrifstofuna og leiðrétti það, sem honum hafði lengi fundizt skekkja. Sem Stephenson hafði haim lifað tiltölulega fábreyttu lífi, en undir hinu nýja nafni uppgötvaði hann, sér til mikili- ar ánægju, að ýmislegt fór að ske. Örvaður af hinu framand- lega nafni tók hann að gerast umsvifameiri í skólanum með þeim afleiðingum, að tæpum sjö mánuðum seinna varð hann að víkja úr skóla. Sagan um brottvikningu Vil- hjálms úr háskólanum varpar að minnsta kosti daufu ljósi á það, hvað það var í skapgerð hans, sem laðaði hann seinna út á ósnortnar ísbreiður norður- hafa. Hún varpar einnig nokkru ljósi á þrályndi hans og fyrir- litningu á hefð og venjum, sem seinna gerðu hann að einskonar vandræðabarni norðurhjarans. Það er athyglisvert, að þótt hann væri saklaus af þeirri sér- stöku ávirðingu, sem hann var rekinn fyrir, var háskólaráðið á einu máli um að Iáta sökina bitna á honum. Þegar eitthvað óvenjulegt skeði í háskólanum um þessar mundir, var ekkert líklegra, en að Vilhjálmur væri forsprakkinn. Ef hann var sak- laus, var ástæðan venjulega sú, að hann var veikur eða f jarver- andi úr borginni. Þegar Vil- hjálmur kom í háskólann, var hann næstum óþolandi fjölfróð- ur. Hann hafði utan skólanáms
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.