Úrval - 01.06.1951, Side 6

Úrval - 01.06.1951, Side 6
4 ÚRVAL lagt á sig að læra norsku, dönsku, sænsku, íslenzku og þýzku og lesið mikið af bók- menntum allra þessara þjóða. Hann hafði fyrir sið að hampa sífellt kunnáttu sinni og þekk- ingu við prófessorana og gera athugasemdir eða véfengja næst- um allt, sem þeir sögðu. Þegar einn prófessorinn athugaði eitt sinn fjarvistaskrá Vilhjálms að loknu skólaári og sá að hún var næsta ófögur, sagði hann við Vilhjálm: „Hvernig má þaðvera, að þér, sem aðeins hafið mætt í tveim fyrirlestrum hjá mér, hafið fengið níutíu stig á próf- inu?“ „Ef ég hefði ekki sótt þessa tvo fyrirlestra, mundi ég vafalaust hafa fengið hundrað stig,“ svaraði Vilhjálmur. Hann var aldrei vinsæll af kennurum sínum; flestir þeirra hörmuðu, að hann var of stór til þess að hann yrði beittur líkamlegri tyftun. Sú var ein skoðun Vilhjálms, að knattspyrnumenn þyrf tu ekki að þjálfa heila sinn, og hann fann ráð til að forða nokkrum þeirra frá þeirri þjálfun. Hann hóaði þeim saman í kennslu- stundir í fornri sögu hjá kenn- ara, sem var ákaflega nærsýnn, og síðan þuldi hann lexíuna fyr- ir þá alla. Þegar nafn hans sjálfs var kallað, svaraði hann, ef þannig lá á honum, að hann væri óundirbúinn. Fyrsta veturinn hans í háskól- anum gekkst leyninefnd fyrir því að safna fé handa hópi fá- tækra íþróttamanna, en slíkt var bannað í reglum háskólans. Rek- tor og nokkrir kennarar þóttust strax vita, að Vilhjálmur mundi vera forsprakkinn og leituðu hann uppi. Þeir fundu hann i herbergi sínu í heimavistinni þar sem hann var að lesa ljóð. Rek- tor las yfir honum ákæruna og lauk lestrinum með því að kvarta undan því, að hann hefði slæm áhrif á skólabraginn. Vil- hjálmur reyndist alsaklaus af ákærunni, en var þó talinn bera óbeina ábyrgð á tiltækinu vegna slæmra áhrifa á skólafélaga sína almennt, og var beðinn að hverfa úr skóla. Hann tók þessum mála- lokum með heimspekilegri ró, en skólafélagar hans stofnuðu til hátíðlegrar kveðjuathafnar. Vil- hjálmi var ekið út af háskóla- lóðinni í hjólbörum, en stúdent- ar gengu svartklæddir í sorgar- göngu á eftir börunum. Vilhjálmur lagði ekki hendur í skaut eftir að hann hvarf úr skóla. Faðir hans hafði dáið nokkrum árum áður og móðir hans bjó með eldra syni sínum og tveim dætrum nálægt Grand Forks í Norður-Dakota. Vil- hjálmur gerðist blaðamaður við Daily Plain Deaier í Grand Forks og var eftir nokkra mán- uði orðinn fréttaritstjóri. Hann varð þó ekki langlífur í blaða- mennskunni. Þegar hann var sem fréttamaður viðstaddur flokksþing demókrata, uppgötv- aði hann, að flokkurinn hafði ekki enn útnefnt frambjóðanda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.