Úrval - 01.06.1951, Page 7
„KLONDIKE STEF'
5
í embætti fræðslumálastjóra rík-
isins. Hann sagði flokksforingj-
unum (eins og satt var), að
hann hefði fengizt dálítið við
kennslu í skóla meðan hann var
í háskólanum, og kvaðst mur^lu
gefa kost á sér sem frambjóð-
anda í fræðslumálastjóraem-
bættið, ef lagt yrði að sér. Það
var lagt að honum, og lagði hann
þá blaðamennskuna á hilluna en
hóf kosningabaráttuna. Hann
beið ósigur ásamt öðrum fram-
bjóðendum demókrata.
Vilhjálmur ákvað nú að halda
áfram að mennta sig, og var
markmið hans að gerast ljóð-
skáld. Hann skrifaði öllum há-
skólum landsins og bað um leyfi
til að innritast sem nýsveinn og
taka prófin jafnóðum og hann
teldi sér fært. Fréttir höfðu ber-
sýnilega borizt allvíða af veru
hans í háskólanum í Norður-
Dakota, því að hann fékk að-
eins sex jákvæð svör við bréf-
um sínum. Eitt þeirra var frá
ríkisháskólanum í Iowa, og
haustið 1902 innritaðist hann
þar með hinum sérstöku skil-
málum sínum. Háskólanámið var
fjögur ár. Hann lauk fyrsta árs
prófi skömmu fyrir jól, annars
árs prófi um páskana, þriðja árs
prófi viku seinna, og tók B.A.
próf viku á undan gömlu skóla-
félögum sínum í Norður-Dakota.
Jafnframt náminu hafði hann
ofan af fyrir sér með ýmsum
störfum. Eitt þeirra var að að-
stoða mann, sem snaraði og seldi
villta hesta. Vilhjálmur var ráð-
inn sem aðstoðarmaður, en brátt
kom í ljós, að hann var slung-
inn sölumaður, og eftir það
vann húsbóndinn öll erfiðustu
verkin, en Vilhjálmur annaðist
söluna. Haustið eftir að hann
lauk B.A.-prófi, lét hann iimrita
sig í guðfræðideild Harvardhá-
skóla. Einn vinur hans bað hann
að skýra þetta uppátæki sitt.
„Ég hef áhuga á mannfræði,"
svaraði Vilhjálmur.
Ahugi hans á guðfræði var
gufaður upp áður en árið var
liðið, en hann dvaldi áfram við
Harvardháskólann og sótti fyr-
irlestra í öllum helztu greinum
náttúruvísindanna. Áður en ár
var hðið, var hann orðinn að-
stoðarkennari í mannfræði. Um
þessar mundir sannfærðist hann
um, að norðurheimskautslöndin
væru hinn ákjósanlegasti stað-
ur til mannfræðirannsókna og
ákvað að fara þangað undir eins
og tækifæri gæfist. Hann lagði
með öllu á hilluna fyrirætlun
sína um að verða ljóðskáld.
„Augu mín tóku að opnast fyr-
ir því,“ segir hann í einni bók
sinni, ,,að það er ekki aðeins
hægt að yrkja í orðum heldur
einnig í athöfnum.“ Árið 1905
fékk hann leyfi og styrk hjá
Harvardháskóla til að fara með
hóp nemenda í fornleifafræði til
íslands. Ef nokkur í hópnum
hefur haldið, að hann væri að
fara í skemmtiferð, þá komst
sá hinn sami fljótt á aðra skoð-
un. I fararbroddi hóf Vilhjálm-
ur göngu sína og áður en henni