Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 13
(KLONDIKE STEP“
n
voru breytilegir, og stundum
uppgötvuðu þeir að kvöldi, að
þeir voru nokkrum mílum f jær
markinu en að morgni. Árla
morguns hinn 23. júní, eftir 93
daga veru á ísnum, sáu þeir land.
Það reyndist vera lítil eyja
skammt frá Noregsey. Hafi
Vilhjálmur undrazt og glaðzt í
hjarta sínu yfir því, að tilraun
hans væri nú að ljúka með til-
ætluðum árangri, þá lét hann
ekki á því bera. Hann gekk á
land, skyggndist um skamma
stund og sagði: „Skemmtilegt
landslag." Síðan fór hann að
svipast um eftir veiðibráð.
Umheiminum, sem talið hafði
þá félaga af, bárust fréttir af
þeim með eskimóasendiboða og
síðan símleiðis. En það leið ekki
á löngu áður en Vilhjálmur týnd-
ist aftur. Á næstu árum var
hann tíður gestur á dánarminn-
ingarsíðum dagblaðanna. Sum
þeirra urðu hyggin af reynsl-
unni og gerðust treg til að til-
kynna dauða hans, þótt allar
líkur bentu til, að hann væri ekki
lengur í tölu lifenda.
Landkönnuðum er ekki gjarnt
að slá hver öðrum gullhamra,
en flestir þeirra eru á einu máli
um, að landkönnunarferill
„Klondike Stef“ — eins og þeir
kalla Vilhjálm að gælunafni —
sé afburðaglæsilegur. En þeir
segja einnig, að félagar hans
hafi lifað í stöðugum ugg um
það, upp á hverju hann tæki
næst. Hann fylgdi aldrei neinni
fastri áætlun. Venjulega var
hann með þrennt eða fernt í
takinu, ef til vill af ótta við að
vera bundinn af einu. Þegar
hann varð þess vísari, að enginn
heimskautsfari hefði nokkurn
tíma lært mál eskimóa, tók hann
sig til og lærði það til hlítar,
þótt námið tæki hann fimm ár.
Maður, sem verið hafði í leið-
angri með Vilhjálmi úti á ísn-
um án þess þeir hefðu annað til
matar en það sem þeir veiddu,
hefur sagt: „Það er eindregin
skoðun mín, að Vilhjálmur Stef-
ánsson sé mesti veiðimaður, sem
uppi hefur verið síðan Daniel
Boone*) leið.“ Félagar Vil-
hjálms þakka veiðimannshæfi-
leika hans þrákelkni hans og
fádæma þolinmæði. Þeir segja,
að hann hafi ekki vílað fyrir
sér að skríða heila mílu á mag-
anum í krapableytu til þess eins
að komast í skotfæri við sel.
Þegar hann var að kanna um-
hverfið með kíki sínum, taldi
hann að minna dygði ekki en
klukkutími. „Ef þið hreyfið kík-
inn of hratt, sést ykkur yfir
það sem kvikt kann að vera,“
sagði hann oft. Eitt sinn er fé-
lagar hans höfðu kannað um-
hverfið með kíkjum sínum og
ekkert kvikt fundið, settist Vil-
hjálmur upp á hól með kíki sinn
og tilkynnti þeim innan stundar,
að hann hefði séð einn úlf, einn
ref, átta héra, fjóra blika, níu
kollur, fimm endur og þrjár grá-
*) Amerískur landnámsmaður á
sautjándu öld. — Þýð.
2*