Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 13

Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 13
(KLONDIKE STEP“ n voru breytilegir, og stundum uppgötvuðu þeir að kvöldi, að þeir voru nokkrum mílum f jær markinu en að morgni. Árla morguns hinn 23. júní, eftir 93 daga veru á ísnum, sáu þeir land. Það reyndist vera lítil eyja skammt frá Noregsey. Hafi Vilhjálmur undrazt og glaðzt í hjarta sínu yfir því, að tilraun hans væri nú að ljúka með til- ætluðum árangri, þá lét hann ekki á því bera. Hann gekk á land, skyggndist um skamma stund og sagði: „Skemmtilegt landslag." Síðan fór hann að svipast um eftir veiðibráð. Umheiminum, sem talið hafði þá félaga af, bárust fréttir af þeim með eskimóasendiboða og síðan símleiðis. En það leið ekki á löngu áður en Vilhjálmur týnd- ist aftur. Á næstu árum var hann tíður gestur á dánarminn- ingarsíðum dagblaðanna. Sum þeirra urðu hyggin af reynsl- unni og gerðust treg til að til- kynna dauða hans, þótt allar líkur bentu til, að hann væri ekki lengur í tölu lifenda. Landkönnuðum er ekki gjarnt að slá hver öðrum gullhamra, en flestir þeirra eru á einu máli um, að landkönnunarferill „Klondike Stef“ — eins og þeir kalla Vilhjálm að gælunafni — sé afburðaglæsilegur. En þeir segja einnig, að félagar hans hafi lifað í stöðugum ugg um það, upp á hverju hann tæki næst. Hann fylgdi aldrei neinni fastri áætlun. Venjulega var hann með þrennt eða fernt í takinu, ef til vill af ótta við að vera bundinn af einu. Þegar hann varð þess vísari, að enginn heimskautsfari hefði nokkurn tíma lært mál eskimóa, tók hann sig til og lærði það til hlítar, þótt námið tæki hann fimm ár. Maður, sem verið hafði í leið- angri með Vilhjálmi úti á ísn- um án þess þeir hefðu annað til matar en það sem þeir veiddu, hefur sagt: „Það er eindregin skoðun mín, að Vilhjálmur Stef- ánsson sé mesti veiðimaður, sem uppi hefur verið síðan Daniel Boone*) leið.“ Félagar Vil- hjálms þakka veiðimannshæfi- leika hans þrákelkni hans og fádæma þolinmæði. Þeir segja, að hann hafi ekki vílað fyrir sér að skríða heila mílu á mag- anum í krapableytu til þess eins að komast í skotfæri við sel. Þegar hann var að kanna um- hverfið með kíki sínum, taldi hann að minna dygði ekki en klukkutími. „Ef þið hreyfið kík- inn of hratt, sést ykkur yfir það sem kvikt kann að vera,“ sagði hann oft. Eitt sinn er fé- lagar hans höfðu kannað um- hverfið með kíkjum sínum og ekkert kvikt fundið, settist Vil- hjálmur upp á hól með kíki sinn og tilkynnti þeim innan stundar, að hann hefði séð einn úlf, einn ref, átta héra, fjóra blika, níu kollur, fimm endur og þrjár grá- *) Amerískur landnámsmaður á sautjándu öld. — Þýð. 2*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.