Úrval - 01.06.1951, Síða 15
Rukavoff: Varanleg ást er ekki til . . .
allar konur eiga sinn —
SASONOFF.
Smásaga
eftir Arkatlij Avertjenko.
“OUKAVOFF ætlaði að fara
að drekka te.
Hann hellti sér í glas, hélt
því upp móti ljósinu og herpti
saman varirnar með vanþókn-
unarsvip.
„Teið virðist vera gruggugt.
Arkadij Avertjenko var rússneskur
skopsag'nahöfundur, sem lifði blóma-
skeið sitt á síðustu árum keisara-
dæmisins. Hann var af borgaralegum
ættum og hóf starfsferil sinn sem
skrifstofumaður, en sneri sér brátt
að ritstörfum. Árið 1906, þegar yfir-
völdin linuðu svolítið á kverktaki
sínu á andlegu lífi þjóðarinnar, hóf
hinn ungi höfundur útgáfu skop-
tímarits, Satyricon, sem varð brátt
mjög vinsælt, einkum þó hinir hár-
beittu skopþættir hans sjálfs, skrif-
aðir í anda Marks Twain. En 1917
varð Satyricon að hætta að koma
út og Avertjenko flýði land og sett-
ist að í Prag. 1 Þýzkalandi hafði
hann fyrir styrjöldina haft allmarga
lesendur, og þar reyndi hann nú að
afla sér nýrra vinsælda með skop-
þáttum sínum, en árið 1925 dó hann,
44 ára að aldri.
Ó, þessi matsöluhús, þetta pip-
arsveinalíf!“
Allt í einu marraði í hurðinni.
Rukavoff leit upp og sá Sakljatj-
in, sem stóð þögull upp við dyra-
stafinn og horfði á hann.
,,Ó, góðan daginn,“ sagði
Rukavoff hjartanlega. Þetta var
sannarlega ánægjuleg heimsókn.
Komið inn! Jæja, hvernig líður
heima? Eru allir frískir? Má
bjóða yður tesopa?“
Sakljatjin fjarlægðist dyra-
stafinn og steig eitt skref áfram.
,,Ég kom bara til að segja
yður, Rukavoff, að menn af yð-
ar tagi ætti að drepa eins og óða
hunda. Og ég sver við nafn
guðs, að ég ætla að gera það!“
Rukavoff lagði frá sér te-
glasið. Hann hleypti brúnum.
„Heyrið þér mig, Sakljatjin,
ég veit ekki hvað hefur gripið
yður, eða hverskonar grillur þér
hafið fengið í höfuðið. En eins
bið ég yður: í guðanna bænum
gáið að hvað þér segið! Jafnvel
þó að þér séuð æstur eins og