Úrval - 01.06.1951, Síða 21
SASONOFF
19
Það var tekið að rökkva í
herberginu.
Rukavoff hélt áfram og lág
rödd hans hljómaði lengi í rökk-
urkyrrðinni:
„Grátið ekki, vinur minn. Það
er óviðeigandi, þér sem eruð
stór, fullorðinn maður. Það er
bara kvenfólkið, sem getur grát-
ið og stunið yfir því að missa
mann sem þær elska — því að
án hans eiga þær ekkert. En við
karlmennirnir — sem sköpum
fegurð lífsins, sköpum innihald
þess —• verðum að líta á hjarta-
sár okkar sem skrámur af því
tagi sem forlögin veita okkur
á ýmsum öðrum sviðum. Hlífið
hjarta yðar við þjáningunni —
það eiga karlmenn að geta gert.
Reynið jafnvel í fyrstu að fá
yður dálítið í staupinu, reynið
að gera eitthvað áhrifamikið til
að koma yður á annað spor.
Og horfið ekki á heiminn eins
og hann væri ónýtur þjónn, sem
ekki getur innt af hendi skyld-
ur sínar og eigi því ekki annað
skilið en fyrirlitningu og for-
dæmingu. Notfærið yður hann
dálítið betur og lifið dálítið leng-
ur. Eftir eitt ár hafið þér gleymt
óhamíngju yðar til hálfs, eftir
fimm ár — með öllu, og í ell-
inni munuð þér ekki einu sinni
muna nafn fyrri konunnar yð-
ar. — Er þá nokkurt vit í að
kveljast? Þér viljið drepa mig.
Verið rólegur, ég á eftir að
deyja, náttúrlegum dauða, og
hún einnig, og þér líka. Öll eig-
um við að deyja. Og jafnvel
litlu leiðin okkar munu verða
jöfnuð við jörðu — nýtt líf mun
leggja leið sína yfir þau — og
enginn veit lengur neitt um
manneskjurnar þrjár, saklausu,
litlu bjöllurnar, sem eitt sinn
fyrir ævalöngu elskuðu og þjáð-
ust . . .“
Undarleg, torskilin orð fram-
gengu af munni Rukavoffs, orð
sem ekki túlkuðu hugsanir
hans, en röddin var mjúk, gæl-
in og vingjarnleg. Tregasollinn
streymdu þau út í stofuna og
blönduðust rökkrinu.
Sakljatjin lá enn um stund
með lokuð augun, svo leit hann
upp, stóð á fætur, faðmaði
Rukavoff að sér, kyssti hann,
þreifaði eftir hattinum sínum í
myrkrinu og fór.
-k ★ 'k
3*