Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 24
22
TÍR VAL
sem lungnabólgu, barnsfararsótt
og blóðeitrun, heldur var hér og
opnaður nýr heimur, með ótak-
mörkuðum möguleikum, í bar-
áttunni við hina skæðu sýkla-
sjúkdóma. Hér eftir varð mönn-
um ljósara en áður sú barátta,
sem stöðugt er háð í sjálfu ríki
smáveranna, og að þá baráttu
væri hægt að nota sér í glím-
unni við sjúkdómana.
Nú varð mönnum og ljóst,
hvernig á því stóð, að í heilbrigð-
um lífrænum jarðvegi gátu sótt-
kveikjur ekki lifað, nema bún-
ar væru sérstökum vörnum, eins
og stífkrampa-, miltisbrands- og
matareitrunar-sýklarnir.
Þessir sýklar gátu þó ekki
þroskazt eða margfaldazt í jarð-
veginum, heldur aðeins dregið
fram lífið í einskonar dvala-
ástandi unz þeir bærust í burtu
til heppilegri skilyrða. Ef þeir
hættu sér út úr híðinu, voru hin-
ir venjulegu jarðvegsgerlar og
jarðvegssveppir þegar til taks,
að gleypa þá eða leysa í sund-
ur eins og önnur lífræn efni,
sem í jarðveginn bárust.
Það er gömul þjóðtrú, að
taugaveiki geti lifað og dafnað
í mold, en slíkt á sér enga stoð
í veruleikanum. Taugaveikis-
sóttkveikjan getur aftur á móti
lifað í gallvegum heiibrigðs
fólks, og borizt þaðan í gegnum
útikamra eða úr saur, og á ann-
an hátt, í mat, mjólk eða vatns-
ból, og þannig sýkt frá sér.
Hér var því opin rannsóknar-
leið að finna, hvaða lífverur
jarðvegsins framleiddu hin
sýklaskæðu efni. Og leitin var
hafin þótt tafsöm mætti virðast,
eins og að leita að nál í hey-
stakki, því að þar kenndi margra
grasa, en vissan um, að hér væri
hlutinn að finna, hélt áhugan-
um við.
Fyrst þurfti að einangra og
hreinrækta hinar ýmsu gerla- og
sveppategundir, og síðan bjóða
þeim til einvígis við stríðalda
sóttarsýkla á hösluðum velli, þ.
e. á sérstökum næringarplötum.
Það var fyrsta eldraunin. Þar
sem eyður komu í sýklagróður-
inn var árangurs að vænta. Þá
var viðkomandi efni framleitt
í stærri stíl og boðið til einvígis
í blóði lifandi rannsóknardýrs,
venjulega mýslunnar. Það efnið,
sem stóðst það próf með tilliti
til tiltekinna sýkla var enn val-
ið úr. Þá var eftir að prófa á-
hrifin á dýrið sjálft, hvort það
þyldi viðkomandi efni í nægilega
. stórum skömmtum. Þegar þetta
hafði verið þaulkannað með já-