Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 25
NÝJUNGAR 1 LÆKNISFRÆÐI
23
kvæðum árangri var með varúð
byrjað að prófa efnið á sjúk-
lingum af dýrategundinni homo
sapiens, þ. e. manninum.
Á öllum þessum prófum féllu
margir, en einn varð eftir í þetta
skiptið, það var streptomycini'ö.
Efni þetta strádrap berkasýkla
á gróðurplötunum, en í líkam-
aniun var árangurinn misjafn,
sérstaklega þar sem berklasýkl-
arnir höfðu fengið langan tíma
til að búa um sig. Þegar efnið
var gefið í stórum stíl um lengri
tíma voru afleiðingarnar oft
slæmar fyrir taugakerfið, en í
það var ekki horft, þegar svo
bráðdrepandi sótt var á ferðinni
sem heilahimnuberklar og óða-
tæring, en þar hafði lyfið mest
gildi. Lyf þetta hafði og sérlega
góð áhrif á hinar mjög svo
hættulegu innantökur ungbarna,
og loks var það öruggt til lækn-
ingar svartadauðanum, sem allt-
af annað veifið stingur sér nið-
ur bæði í austurlöndum og vest-
urheimi, þar sem hann á sér
heimkynni meðal villtra nag-
dýra. Þetta efni fannst árið
1944, og nú fyrir skömmu stóðu
yfir málaferli, þar sem úr því
var skorið, hverjum bæri heið-
urinn af uppgötvun þess.
Annað efni hefur nýlega tek-
izt að vinna úr lífverum jarð-
vegsins, og heitir það terramy-
cin. Enn eru áhrif þess ekki fylli-
lega prófuð, en það lofar miklu.
Önnur þekkt efni í þessum
flokki eru aureomycin og cloro-
mycetin, sem þegar hafa verið
þaulprófuð og staðizt hina erfið-
ustu raun.
Síðarnefnda efnið hefur þá
sérstöðu, að hægt er nú að fram-
leiða það, eða setja það saman
í efnarannsóknarstofum, án
hjálpar sveppsins, og er það
raunar þar með útskrifað úr
flokki hinna lífrænu efna, og
hefur skipt um nafn, og heitir nú
chloramphenicol.
Þessi tvö efni hafa víðtæk á-
hrif, og taka til flestra þekktra
sýklategunda, nema þeirra, sem
eru í flokki hinna allrasmæstu
vírusa, svo sem inflúenzu, mænu.
sóttar, mislinga og kvefs.
Hér er fundið meðal við kíg-
hósta, taugaveiki, þrálátum
þvagfærakvillum, blóðsótt, vír-
us-lungnabólgu, hettusótt, ristli
og fleiri og fleiri sjúkdómum,
sem ekkert raunhæft var hægt
að gera við áður, ef þeir á ahn-
að borð höfðu náð fótfestu.
Þessum tveim lyf jum er það
og sameiginlegt, að þau er hægt
að taka inn í töflum eða hylkj-