Úrval - 01.06.1951, Síða 35
Á VÍGASLÓÐ MEÐ MANNÆTUM
33
flokkar voru sendir á undan.
Galdralæknirinn opnaði mal sinn
og fór að klæða sig í búning
sinn. Ég athugaði skammbyss-
ur mínar og beið átekta.
Komið var sólsetur, þegar
fyrstu njósnarflokkarnir komu
aftur. Þeir voru í uppnámi. Þeir
höfðu fundið þorpið og ekki séð
þar nema um 100 hermenn. Ekki
varð séð, að þorpsbúar hefðu
orðið neins varir um ferðir okk-
ar. Galdralæknirinn þakkaði sér
þetta og sagði, að töfrar sínir
hefðu blindað þá fyrir hættunni.
Árásarfyrirætlunin var einföld.
I skjóli myrkurs áttum við að
umkringja þorpið í um lOOmetra
fjarlægð á allar hliðar. Flauta
galdralæknisins átti að gefa
merkið þegar árásin skyldi haf-
in. Síðan varð hver að sjá um
sig.
Þegar síðasti njósnahópurinn
kom, vorum við tilbúnir að sækja
fram. Hálfmáni var kominn á
loft og lýsti okkur með daufri,
draugalegri birtu. I þessari
skímu varð ekki greint á milli
dimmra skugga af trjágreinun-
um og greinanna sjálfra, og ég
greip eins oft í tómt þegar ég
ætlaði að bægja frá mér greinum
eða þá að ég rak mig á greinar,
sem ég hélt að væru skuggar. Við
vorum allir rennsveittir, en lykt-
in var ekki venjuleg svitalykt
af áhyggjulausum frumbyggjum
á ferð. Hún var blandin nálykt.
Á hinni hægu framsókn okkar
þetta kvöld var ekkert sem tók
eins á taugar mínar og þessi
kveljandi óþefur. Mér létti þeg-
ar ég fann ilm af brennandi euca-
lyptusberki. Fylkingin nam stað-
ar meðan höfðinginn og galdra-
læknirinn ráðguðust við njósn-
arana. Svo kom skipun um að
skipta liðinu í tvær fylkingar,
er halda skyldu sín til hvorrar
handar í sveig umhverfis þorp-
ið unz þær mættust hinum meg-
in við það. Ég tók mér stöðu
hjá höfðingjanum og galdra-
lækninum, en fylkingarnar héldu
af stað unz eftir voru færri en
20 menn að baki okkar. Svo
námu fylkingarnar skyndilega
staðar. Þorpið hafði verið um-
kringt.
I sömu svifum klufu skerandi
flaututónarnir loftið. Mér varð
s' idilega ljóst, að grá skími
Vc komin í stað myrkursins,
j útlínur trjánna voru skýr-
ar. Ég minnist druna í ótal
trumbum og högga hárbeittra
kókósblaðanna í andlit mér um
leið og ég geystist fram með
hópnum.