Úrval - 01.06.1951, Page 39
Á VÍGASLÓÐ MEÐ MANNÆTUM
37
utan við hug þeirra sjálfra:
röddum óttans.
Ég fór ekki í neinar grafgöt-
ur um það, að hinn ódulbúni ótti
þeirra var ekki ástæðulaus. Of
margir Digoelar höfðu komizt
undan til þess að öruggt væri
að hafa langa viðdvöl hér. Eftir
að þeir væru komnir á slóð okk-
ar, myndu þeir veita okkur eftir-
för hraðar en úlfar. Þá yrðu at-
burðir morgunsins endurteknir,
en með breyttum hlutverkum.
Án þess að mæla orð, lagði
ég af stað í fararbroddi inn í
frumskóginn ....
oo ★ CSÍ
Brothætt.
Ung stúlka var að senda gömlu fjölskyldubiblíuna til bróður
síns, sem bjó í fjarlægri borg. Póstmaðurinn velti hinum þunga
pakka í höndum sér og spurði síðan hvort nokkuð brothætt
væri í honum.
„Ekkert nema boðorðin tíu,“ anzaði stúlkan.
— Marie Kramer.
„Fyrirmyndarbarn'.
Fyrst eftir að ég fékk hvolpinn minn af stórdanakyni var
hann eins og keipóttur krakki. Hann mátti ekki af mér sjá
og vældi vesældarlega ef hann missti sjónar á mér. Og þegar
vinkona mín bauð mér i bíó sagðist ég ekki geta farið vegna
hvolpsins. „Hann er erfiðari en ungbarn," sagði ég, „ungbarn
er þó alltaf hægt að taka með sér í bíó.“
,,Bíddu,“ sagði vinkona mín. Innan stundar var hún komin
með fangið fullt af barnafötum og við ókum af stað. Á af-
skekktum stað á bílastæðinu klæddum við hvolpinn í barna-
fötin — hosur, treyju og hettu, og vöfðum hann síðan í teppi
svo að hvergi sá í hann. Ég bar hann í fanginu inn og hann
svaf vært í kjöltu minni allan tímann sem sýningin stóð. Kona
sem sat fyrir aftan mig gat ekki still sig um að láta i ljós
aðdáun sína. „Fyrrimyndarbarn," sagði hún.
En á leiðinni út tók ég eftir því, að allra augu hvíldu á mér,
og hér og þar var fliss og hlátur. Ég leit niður á reifastrang-
ann minn og gat ekki séð neitt athugavert — þangað til mér
varð litið í spegil í forsalnum. Þá sá ég, að út úr fellingum
teppisins gægðist loðin rófa, sem dillaðist ótt og títt.
— Reina M. Hulit í „Reader’s Digest".