Úrval - 01.06.1951, Side 44
Kólibrífuglarnir hafa stundum
verið kailaðir —
Lifandi gimsteinar.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir dr. phil. F. W. Bræstrup.
TT'ÖLIBRÍFUGLARNIR eru
eitthvert allra glæsilegasta
sköpunarverk náttúrunnar. Það
geislar frá þeim litskrúði þegar
þeir fljúga eins og örskot blóm
af blómi og stinga löngu nef-
inu niður í hunangssporana,
tæma þá á augabragði og fljúga
síðan á næsta blóm. Vængirnir
sjást aðeins eins og þoka kring-
um fuglinn og gefa frá sér lágt
suð. Smávaxnir eru þeir — það
er í rauninni eitt af merkileg-
ustu sérkennum þeirra — svo
smávaxnir, að sumir þeirra vega
minna en eitt gramm.
Hafið þér nokkurntíma hug-
leitt, hvað ske mundi, ef takast
mætti að gera úlfalda úr mý-
flugu — og öfugt? Gera mý-
fluguna eins stóra og úlfalda
og úlfaldann eins lítinn og mý-
flugu. Okkur mundi kannski
hrylla við tilhugsuninni um blóð-
sugu á stærð við úlfalda, og
vera skemmt við tilhugsunina
um dvergúlfalda, sem lötrar um
jörðina eins og silaleg padda.
En við skulum ekki spinna þráð-
inn lengri, því að þetta hugar-
fóstur er athyglisverðast fyrir
það, að hvorugt dýrið mundi
lifa af breytinguna. Mýflugan
mundi kafna á augabragði. Það
er ekki tilviljun, að jafnvel
allra stærstu og gildvöxnustu
skordýr (t. d. risatordýfillinn)
verða aðeins um fimm sm á
Iengd. Lífeðlisfræðingurinn Au-
gust Krogh prófessor hefur
bent á, að öndunarkerfi skor-
dýranna setji stærð þeirra tak-
mörk. Súrefnið berst ekki um
líkamann með blóðinu heldur
beint til líffæranna um marg-
greint loftæðanet. Loftinu er að
vísu dælt með öndun um aðal-
loftæðarnar, en út í hinar fínu
greinar verður súrefnið að kom-
ast við ysmingu (diffusion), þ.
e. fyrir hreyfingu súrefnissam-
eindanna sjálfra, og slíkt er að-
eins unnt með nægum hraða
mjög stuttar leiðir. Yztu stærð-