Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 55
PRX7 PETERSEN ER ÓÁNÆGÐ MEÐ LlFIÐ
53
Varla kemur sá dagur, að hann
komi ekki heim með rifnar
buxur eða jakka, götótta sokka
eða nýþvegna skyrtuna útataða.
Það er sem sagt ótal margt,
sem á sök á jarðarfararsvip frú
Petersen. Tökum til dæmis frú
Hansen í íbúðinni fyrir ofan,
með óþekktarormana sína f jóra,
sem eru með óp og læti þegar
frú Petersen sezt inn í dagstof-
una sína til að lesa blöðin í næði.
Þegar hún leyfði sér einu sinni
að hafa orð á þessu við frú
Hansen fékk hún bara ónot sem
svar. ,,Ekki get ég verið í hvísl-
ingaleik við þau allan daginn,“
sagði hún, eða eitthvað í þess-
um dúr. Þegar frú Petersen
hugsar til þess, sem hún hefur
lagt á sig til að halda börnun-
um sínum rólegum af tillitssemi
við nágrannana, þá gremst
henni, að aðrir skuli ekki sýna
henni sömu tillitssemi. Nei, frú
Hansen nennir ekki að ala upp
börnin sín, en hampar í staðinn
framan í mann nýmóðins orða-
tiltækjum eins og „frjálst upp-
eldi“ og öðrum slíkum.
En börnin verða að læra að
taka tillit til annarra, eins og
hún sagði um daginn við vin-
konu sína, frú Jakobsen, konu
kjötsalans á horninu. Frú Pet-
ersen geðjast vel að frú Jakob-
sen. Henni finnst, að frú Jakob-
sen hafi eitthvað upp úr lífi
sínu. Þau eiga bíl og frú Jakob-
sen er klædd samkvæmt nýj-
ustu tízku og hár hennar er
alltaf eins og hún sé nýkomin
af hárgreiðslustofu. Stundum
finnst frú Petersen hún sjálf
vera kauðaleg þegar hún er
með frú Jakobsen — og klunna-
leg, því að hún er víst ekki
lengur eins grönn og hún ætti
að vera.
Frú Jakobsen segir, að hún
sé tilneydd að vera vel klædd
og vel greidd þegar hún af-
greiði í búðinni. Ef hún væri
bara heima að skrölta með
potta og pönnur, mundi hún
láta sér á sama standa um út-
lit sitt. Við þessi orð verður frú
Petersen hugsað til þess, að
eiginlega sé átt við hana, henn-
ar verk sé að skrölta með potta
og pönnur, og jafnframt minnist
hún þess, að þau fáu skipti, sem
hún hefur af vanefnum reynt
að klæða sig eins og frú Jakob-
sen; hefur maðurinn hennar
alltaf sagt um hattinn eða kjól-
inn: „Finnst þér hann ekki
heldur glannalegur fyrir þig?“
Eina manneskjan, sem skildi,
að hún hafði ekki ástæðu til að