Úrval - 01.06.1951, Side 57
FRÚ PETERSEN ER ÓÁNÆGÐ MEÐ LlFIÐ
55
stúlkur gátu aldrei orðið neitt
sjálfar, sagði móðir hennar.
Allt þetta, sem frú Petersen
hafði lært í bernsku, fannst
henni enn óskeikul sannindi.
Þessvegna verður yngsti sonur
hennar að vera iðinn og sá elzti
að passa fötin sín. Annars eru
þeir ekki eins og drengir eiga að
vera (samkvæmt þeirri for-
skrift, sem móðir hennar hafði
gefið henni), ekki drengir, sem
hún geti verið þekkt fyrir að
telja börnin sín.
En herra Petersen hækkaði
ekki í tigninni. Hann vann allt-
af í annarra þjónustu fyrir viku-
launum, sem ekki voru það há,
að frú Petersen fyndist hún
standa öðrum framar. Frú Jak-
obsen má hún öfunda, en eins
og mamma hennar segir: börn-
unum hennar frú Jakobsen er
vorkunn, að móðir þeirra skuli
þurfa að standa í búðinni í stað
þess að annast heimilið. Henni
þykir gaman að heyra frú Jak-
obsen segja frá öllu fólkinu,
sem hún talar við í búðinni, en
jafnframt er henni fróun í þeirri
tilhugsun, að hún sé svo góð
móðir, að hún neiti sér um slík-
an hégóma barnanna vegna.
Nú getum við allt í einu skil-
ið mæðusvipinn á frú Petersen,
því að við eygjum takmark henn.
ar í lífinu: maðurinn á ekki að
halda áfram að vera ,,sveinn“,
drengirnir eiga að vera hæstir
í sínum bekk og hlýðnir heima,
svo að gegnum þá geti hún gert
að veruleika þann draum sinn
að „verða eitthvað“.
En við nágrannar frú Peter-
sen erum á annarri skoðun. Okk-
ur finnst t. d., að Petersen sé
góður þjóðfélagsþegn, sem vinni
þjóðnýtt starf og fái góð viku-
laun fyrir. Þó að yngri sonur-
inn sé kannski ekki eins dugleg-
ur í skólanum og sá eldri, finnst
okkur það ekki skipta miklu
máli, því að ekki geta allir dreng-
ir verið efstir, og við vitum, að
annar og þriðji geta líka verið
þjóðfélaginu gagnlegir, já, jafn.
vel tossinn í bekknum. Sumum
okkar finnst það líka kostur á
eldri drengnum, að hann skuli
vera dálítið mikill fyrir sér, og
ekki saki þótt hann komi stund-
um heim í óhreinum fötum eftir
fjörugan leik.
Okkur finnst heldur ekki, að
frú Petersen þurfi að skammast
sín fyrir að skrölta með potta
og pönnur í stað þess að vinna
utan heimilisins eins og frú Jak-
obsen. Við teljum nefnilega, að
það sé vandasöm staða að vera