Úrval - 01.06.1951, Page 58
56
ÚRVAL
dugleg húsmóðir og þolanleg
eiginkona og móðir, þjóðfélags-
staða, sem sé engu þýðingar-
minni en að afgreiða í búð.
Þó að frú Petersen sé nú orð-
in fullorðin kona, er einhvern-
veginn eins og hún sé enn Iítil
telpa. Brúðurnar hennar eru
bara orðnar lifandi. Móðir henn.
ar var svo kröfuhörð við hana
og krafðist svo mikillar hlýðni
af henni í bernsku, að hún hef-
ur í rauninni ekki enn öðlazt
kjark til að setja sér sjálf mark-
mið 1 lífinu. I stað þess hefur
hún lifað í kynslóð móður sinn-
ar og tileinkað sér hugmyndir
hennar, enda þótt þær séu næst-
um óframkvæmanlegar í sam-.
félagi nútímans, sem hefur í
verulegum atriðum tekið breyt-
ingum frá því á dögum móður
hennar.
Hversdagsvandamál frú Pe-
tersen er óánægja hennar með
lífið. Ef hún hefði sem telpa
fengið að leika sér í friði með
brúðurnar sínar án þess að vera
sífellt áminnt um það að vera
betri en systirin og iðnari en
bróðirinn, hefði hún kannski
ekki nú gert sér áhyggjur út af
því að hún er ekki okkur hin-
um fremri á öllum sviðum. Óá-
nægja hennar stafar af því að
veruleikinn segir henni, að hún
sé ekki öllum fremri, eins og
henni hafði verið kennt að hún
ætti að vera.
Við öll, sem þekkjum frú Pe-
tersen og eigum lítil börn, ætt-
um að minnast þess, að það sem
við höfum fyrir og kennum börn-
unum okkar verður seinna
grundvöllur að viðhorfi þeirra
til lífsins. Það er betra að kenna
þeim að vera sjálfstœð heldur
en hlýðin, svo að þau geti á sín-
um tíma lifað í sinni samtíð, en
ekki samtíð okkar, sem hefur ef
til vill einnig tekið verulegum
breytingum.
'k ★ k
Próf reynslunnar.
Dóttirin á heimilinu var nýlega fermd og átti nú að fá að
fara á dansleik í fyrsta skipti. Hún vildi ólm og uppvæg fá
sér ballkjól, sem væri axlaber og hlýralaus, en mömmu henn-
ar fannst hún ekki nógu gömul til að klæðast þesskonar kjól.
Þráttað var um þetta fram og aftur í fjölskyldunni unz faðir-
inn kvað upp sinn salómonsdóm: „Lofum henni að reyna. Ef
kjóllinn tollir uppi •— þá er hún nógu gömul til að vera í honum.“
— Margaret Helms i „Reader’s Digest.“