Úrval - 01.06.1951, Page 59
Einn áhrifamesti blaðamaður Bandaríkjanna
varar við alvarlegri hættu, sem fylgir
vígbúnaðarkapphlaupinu: að halda
áiram að hervæðast, —•
Unz ekki verður aftur snúið.
Grein úr „New York Herald Tribune",
eftir WaJter Lippmann.
rtuidvallarfyrirkomulag her-
^ væðingar Bandaríkjanna er
enn óráðið. Fyrirkomulagsatriði
þessi snerta ekki svo mjög her-
sendinguna til Evrópu, hve mörg
herfylki eigi að senda þangað
á þessu ári, heldur heildarstærð
ameríska landhersins í hlutfalli
við flotann og flugherinn.
Lítill efi er á því, að mikill
meiri hluti þingsins og þjóðar-
innar er þeirrar skoðunar, að
mesta áherzlu beri að leggja á
eflingu flughers og flota. En
Trumanstjórnin hefur ekki
markað endanlega stefnu sína
í þessum málum. Djúptækur á-
greiningur ríkir og hörð átök
fara fram innan stjórnarinnar
og herstjórnarinnar um skipt-
ingu mannafla og herbúnaðar
milli hereininga.
Það er ýkjalaust þó að sagt
sé, að úrslit þer.-sara átaka skipti
öllu máli fyrir framtíð þessa
lands. Því að 50 herfylkja land-
her, sem forustumenn landhers-
ins hafa á prjónunum, að við-
bættum nauðsynlegum flugher
fyrir slíkan her, flota sem
drottni á öllum höfum heims og
nægilegum vörnum fyrir Norð-
ur-Ameríku, slíkt bákn gæti
aldrei orðið til frambúðar. Það
mundi hafa í för með sér langa
herskyldu fyrir æskumenn
landsins og alvarlega skerðing
á menntun þeirra og framtíðar-
vonum. Það mundi gera til þjóð-
arinnar slíkar kröfur um sjálfs-
afneitun og harðrétti, að ekkert
kemst þar í samjöfnuð á þessari
öld. Það mundi krefjast járn-
harðs aga í stjórn allra mála
hennar og alvarlegrar skerðing-
ar á skoðanafrelsi. Engin frjáls
þjóð mundi til lengdar þola byrð-
ar slíkrar hervæðingar nema yf-
ir henni vofði bein innrásar-
hætta.
Kostnaðurinn af svona víð-
tækri hervæðingu er gífurlegur,
8