Úrval - 01.06.1951, Page 61
Frumbyg'gjar Ponape og Yap, eyja í Kyrrahafi,
trúa á meinvætti í jurtum og dýrum, sem
þeir verði að blíðka með ölium ráðum.
Þar sem dýrin stjórna mönnunum.
Grein úr „Fortnightly Review“,
eftir Willard Price.
1 EYJUNUM Ponape og Yap
og raunar fleiri Kyrrahafs-
eyjum, má sjá þess átakanleg
dæmi, hvernig jurta- og dýra-
líf þeirra stjórnar lífi hinna
frumstæðu eyjaskeggja.
Þar eru engir hættulegir fer-
fætlingar — þeir hafa ekki kom-
izt þangað frá meginlandinu. En
það mundi ef til vill reynast auð-
veldara fyrir flugmann, sem
neyddist til að lenda í fallhlíf á
miðri Ponape, að verjast einu
og einu tígrisdýri, heldur en eit-
urbroddum hinna fjölmörgu
skorkvikinda, sem verða myndu
á vegi hans.
Því viðsjálli sem þessi kvik-
indi eru, þeim mun meiri virð-
ingu sýna eyjaskeggjar þeim.
Þeir líta á þau sem hálfguðleg-
ar verur, er færa verði tilhlýði-
legar fórnir.
Það er til dæmis þúsundfætl-
an, sem lifir'í stráþek jum og und-
ir sefgrasgólfum kofanna. Plún
getur bitið illa. Eyjaskeggjar
hafa nafn á henni, en þeir mega
ekki segja það upphátt. Þeir
mega aldrei nota hin raunveru-
legu nöfn sumra helgra dýra.
í staðinn eru notuð allskonar
auknefni. Það er trú þeirra, að
í þúsundfætlunni búi andi, sem
muni reiðast og refsa þeim, sem
nota hið rétta nafn, með slæmu
biti.
Eyjaskeggjar leggja sig í líma
og spara ekkert erfiði til að
blíðka dýraguðina.
Tímafrekir helgisiðir eru
nauðsynlegir til að halda frið
við meinvættið, sem býr í hin-
um svonefndu maclio, en það er
einstaklega óskemmtileg græn-
álategund. Þeir sem vaða í salt-
mýrunum á Ponape, geta orðið
illa fyrir biti hans, og þegar
hann fær ekki nægju sína und-
ir yfirborðinu, klifrar hann upp
í mangrovetré og lætur sig detta
ofan á bráð sína, þegar hann sér
sér færi.
Meðan við vorum á Ponape,