Úrval - 01.06.1951, Side 62
60
tTRVAL
varð maður fyrir machobiti og
var komið með hann í sjúkra-
húsið. Hann dó tveim dögum
seinna. Læknarnir voru sann-
færðir um, að þeir mundu hafa
getað bjargað honum, ef hann
hefði ekki verið haldinn þeirri
hjátrú, að hver sem yrði fyrir
machobiti, hlyti að deyja.
Eðlan er óttaleg í augum
margra, því að hún er heim-
kynni djöfulsins. Eyjaskeggjar
gera sér mikið far um að blíðka
kölska þann, sem býr í hinni
grimmu, rauðdröfnóttu og
svörtu eðlutegund, er nefnist
kieil. Og hálfgerð meinfýsi virð-
ist það, að smíðaguðinn skuli
hafa tekið sér bólfestu í tréeðl-
unni, þannig að sá sem vill
byggja sér hús eða eintrjáning,
verður fyrst að leita uppi þetta
dýr, hversu erfitt sem er að
finna það, og biðja þess að sér
gangi verkið vel. Ella óttast
hann, að eðluguðinn komi á
næturþeli og eyðileggi dags-
verkið.
Á Súmatra var tígrisdýri leyft
að svala blóðþorsta sínum í
þorpi einu og drepa fjölda
manns, því að það var trú
manna, að í því byggi ek1' mn
heldur margir andar, sem myndu
hefna þess grimmilega, ef tígris-
dýrinu yrði gert nokkurt mein.
Að lokum neyddust þó þorpsbú-
ar til að gera aðför að dýrinu
og drepa það, en á eftir var
haldin sorgarathöfn, þar sem
tígrisdýrið var beðið fyrirgefn-
ingar á að það skyldi hafa ver-
ið drepið.
Fiskimönnum á Yapeyju
stendur mikill stuggur af sæ-
guðinum. Þeir þora ekki að hef ja
veiðar fyrr en þeir hafa fært
honum tilhlýðilegar fórnir. Þeir
senda út einn fiskimann, sem
veiðir einn fisk og kemur með
hann aftur til veiðimannahúss-
ins, sem nær út í lónið.
Við stóðum einn morgun á
palli veiðimannahússins og
horfðum á athöfnina. Þessi eini
fiskur var skorinn í átján hluta,
því að átján menn ætluðu til
fiskiveiða. Því næst röðuðu
mennirnir átján sér fremst á
pallinn og hver um sig fleygði
sínum fiskbita langt út í lón-
ið. Það er trú eyjarskeggja, að
sé þessi fyrsti fiskur étinn, telji
veiðiguðinn mennina gráðuga og
svifti þá allri frekari veiði. En
sé honum gefinn fyrsti fiskur-
inn, verði hann örlátur.
Hjátrúin í sambandi við fisk-
veiðarnar raskar að verulegu
lejhi eðlilegu lífi fólksins. Á ver-