Úrval - 01.06.1951, Side 72
Freud var hataður og fyrirlitinn, dáður og
dýrkaður af samtíð ísinni, og enn
er hann umdeildur.
Áhrif FREUBS á líf okkar.
Grein úr „Maclean’s Magazine",
eftir Listcr Sinclair.
'IC'INN MORGUN um aldamót-
in síðustu vaknaði miðalda
læknir í Vínarborg af undarleg-
um draumi. Hann dreymdi, að
hann væri að vinna í krufning-
arherbergi spítalans og væri
að kryfja líffærin úr mjaðma-
grindarholi sjálfs sín.
Draumamaður þessi var Sig-
mundur Freud, sem þá var að
semja bók sína Skýringar á
draumum. Draumurinn um
krufninguna er í bókinni ásamt
skýringu: hann tjáir dulda
tregðu Freuds á að opinbera
innra líf sitt með því að gefa
út þessa bók sína.
Á þeim aldarhelmingi, sem
liðinn er síðan hefur Freud öðl-
azt heimsfrægð og margar mót-
sagnarkenndar hugmyndir hafa
verið eignaðar honum. Kenning-
ar hans hafa ýmist verið hædd-
ar og fordæmdar eða hafnar upp
til skýjanna eins og heilög sann-
indi. Allir hafa sitt að segja um
þær.
Sálkönnunin, aðferð hans við
lækningu á geðtruflunum eða
geðflækjum (neurósum), hefur
orðið jafnvíðkunn. Maðurinn,
sem liggur á legubekk sálkönn-
uðsins og úthellir hjarta sínu, er
stöðugur skotspónn skopteikn-
ara og skrítluhöfunda. Og þó
að sálkönnunin sé aðeins ein
grein sálfræðinnar, líta margir
á þær sem eitt og hið sama og
fordæma hvorttveggja.
Eigi að síður gætir áhrifa
Freuds hvarvetna í lífi okkar.
Þegar móðir lítur í bók um
barnauppeldi til að sjá hvernig
hún eigi að fara með barn, sem
sýgur fingur eða vætir rúmið
sitt, verður hún sennilega fyrir
áhrifum af Freud. Þegar þulin
er orðaruna yfir grunuðum
glæpamanni, meðan verið er að
mæla hann með lygamælinum