Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 73
ÁHRIP FREUDS Á LlF OKKAR
71
svonefnda, er hugrayndin kom-
in frá Freud.
Áhrif hans á bókmenntir og
skemmtanalíf eru ótvíræð.
Margar kvikmyndir, sem byggja
á kenningum Freuds, hafa ver-
ið búnar til, og í skáldskap hafa
kenningar hans bókstaflega
valdið byltingu.
Þetta er raunar ekkert undar-
legt, því að Freud skýrði margt
dularfullt í mannlegri hegðun,
bæði smátt og stórt. Hann hefur
skýrt, hversvegna við gleymum
stundum undir eins nafni manns,
sem við höfum verið kynnt;
hversvegna frumbyggjar Ást-
ralíu leita sér alltaf maka ut-
an ættflokksins; hversvegna
Hamlet hikaði við að drepa
frænda sinn; hversvegna okkur
dreymir stundum að við séum
að fljúga; og hversvegna fólk
hlær að skrítlum eins og skrítl-
unni um manninn, sem sagði að
hann fengi sér bað á hverju ári,
hvort sem hann þyrfti eða ekki.
Mesta afrek Freuds var al-
menns eðlis: að blása lífi í sál-
fræðina sem vísindagrein. Þó að
margar af kenningum hans séu
orðnar svo almennt viðurkennd-
ar, að menn undrist nú, að þær
skuli nokkurntíma hafa verið vé-
fengdar, opnaði hann í raun og
veru nýtt svið innan sálfræðinn-
ar; það sem hann kallaði dul-
vitund.
Fyrir fimmtíu árum voru á-
hrifin af þessu meðal vísinda-
manna eins og ef einhver hefði
fundið mörg ný meginlönd, enda
má með réttu segja það um
Freud. Þó að hver einasta grund-
vallarkenning Freuds ætti eftir
að reynast ósönn (sem mjög er
ólíklegt), mundi hann eftir sem
áður verða talinn meðal mikil-
menna heimins vegna þess hví-
líkur aflvaki hugmyndir hans
hafa reynzt.
En hverjar eru svo kenning-
ar Freuds ? Hvað sagði hann
sem gerði hann svo mjög um-
deildan sem raun ber vitni? Það
eru fjórar meginuppgötvanir,
sem almennt eru viðurkenndar.
Sem heild eru þær sú mynd
Freuds af starfsemi hugans, sem
einnig er almennt viðurkennd —
að minnsta kosti sem skýring á
því hvernig hugurinn virðist
starfa.
Fyrsta uppgötvunin er sú, að
móðursýki (hysteria) og aðrar
geðtruflanir (kvíði, ásókn, sekt-
arvitund og annað því líkt), sem
einu nafni nefnast neurósur, séu
sprottnar af því, að hugurinn
neitar að viðurkenna vissarlang-