Úrval - 01.06.1951, Síða 78
76
ÚRVAL
yfir þær í fyrstu og brátt höfðu
afkomendur þeirra búið um sig
á kartöfluökrum í nágrenninu.
í þetta skipti tókst ekki að út-
rýma þeim, þær breiddust út um
allt Frakkland. Þaðan bárust
þær á næstu árum til Sviss,
Spánar, Englands og Þýzka-
lands.
Á Spáni fundust þær fyrst
1935 — en þá virtist borgara-
styrjöldin mikilvægari en bjöllu-
styrjöld — og átti sú saga eftir
að endurtaka sig seinna annars
staðar. Fyrsta árásin á kartöflu-
akra Þýzkalands var gerð við
bæinn Stade, 35 km fyrir vestan
Hamborg. Baráttan stóð í tvö
ár og kostaði ríkið 175.000 ríkis-
mörk. Fyrir þessa álitlegu upp-
hæð voru drepnar 523 bjöllur,
8466 lirfur, 16 púpur og 17
eggjaklasar. Hver einasti fer-
metri jarðar á hinu sýkta svæði
var grafinn upp, moldin hrist í
gegnum sigti og því næst vætt
í benzíni. I þetta skipti sigruðu
Þjóðverjar. Árið 1937 kom bjall-
an aftur til Þýzkalands, sem nú
hafði reiðubúið sérstakt „Kartof-
felkáfer-Abwehrdienst" (kart-
öflubjöllu-varnarlið). Á 47 stöð-
um varð liðið að grípa til vopna
samtímis og það varð því um
megn. Þrem árum síðar fund-
ust bjöllumar á næstum 1500
stöðum, en þá var styrjöldin
hafin og Churchill orðinn versti
óvinur þjóðarinnar í stað bjöll-
unnar.
Það er augljóst mál, að styrj-
öldin hefur auðveldað útbreiðslu.
bjöllunnar, og þegar friðurinn
loks kom, vom kartöfluakrar
Evrópu í ömurlegu ástandi. En
með friðinum komu einnig ný
varnarlyf og -tæki. Það var eink-
um DDT, hið nýja skordýraeit-
ur, sem ásamt eldri og reyndari
úðalyfjum drógu úr hættunni á
stórtjóni.
Sá tími er brátt liðinn, að
vamarráðstafanir nægi. Lönd.
eins og England, Danmörk og
Noregur eiga stöðugt yfir höfði
sér innrás meindýrsins. Þegar
bjöllumar hafa dreifzt um öll
lönd, mun „hið sameiginlega
skipbrot“ verða efnahagslegur
léttir fyrir sýktu löndin, því að
ósýktu löndin hafa sett innflutn-
ingsbann á kartöflur frá þeim
af ótta við bjöllumar. Þannig
tók England fyrir allan innflutn-
ing á grænmeti frá Hollandi ár-
ið 1947. Einmitt það ár og næsta
ár á eftir reyndi mjög á varnir
ósýktu landanna. Frá Frakk-
landi og Belgíu bárust bjöllum-
ar með langvinnum sunnanvind-