Úrval - 01.06.1951, Side 86
84
ÚRVAL
viðburður, og' hef ég oft reist
tjald mitt í nánd við þann stað,
sem kalla mætti „fæðingarstof-
una“.í mörg ár var mér óskiljan-
legur sá mikli hávaði og gaura-
gangur, sem heyrðist frá hjörð-
inni þær nætur, sem fílsungar
fæddust í heiminn — en tilgang-
urinn með látunum er sjálfsagt
sá, að vernda móður og barn
gegn árás, einkum tígrisdýra.
Hávaðinn er yfirgengilegur.
„Fæðingardeildin“ nær yfir
tveggja til þriggja ferkílómetra
svæði. Á daginn er hjörðin á
beit umhverfis, en er stöðugt
á varðbergi um móður og barn
-— og á nóttunni skipa dýrin
sér í þéttar raðir umhverfis þau.
Fæðingarstaðirnir líkjast hver
öðrum. Þeir eru oftast á nesi
við á, og njóta þannig frá nátt-
úrunnar hendi varna á þrjá
vegu.
Það er furðulegt, að fíllinn,
sem getur orðið manninum svo
handgenginn og sýnir honum svo
mikið traust eftir að hann hef-
ur verið taminn, skuli ótaminn
og villtur vera eins hræddur við
mennina og raun ber vitni. Það
er vegna þessa ótta, sem fílarn-
ir gera tiltölulega lítinn skaða
á akurlöndum þorpanna. Alltof
mikið hefur verið gert úr slíku,
og útrýming fílanna í Norður-
Burma var því að mestu ástæðu-
laus. Eitt og eitt einmana dýr
getur að vísu valdið miklum
spjöllum án þess að skeyta um
eða óttast viðleitni mannanna til
að koma í veg fyrir slíkt. En
slíkir fílar falla að jafnaði fyrir
byssukúlu áður en lýkur eða
lenda í fallgryfju.
Venjulegar girðingar eru ekki
nægileg vörn gegn fílum. Póst-
og símaþjónustan í Burma veit
af illri reynslu, að fíll þarf ekki
nema að halla sér upp að síma-
staur til að velta honum, eða
að hann getur kippt honum upp
með rananum. Eina fílheida
girðingin eru raðir mislangra,
oddmjórra bambusstanga. Þess-
um stöngum er stungið skáhalit
niður með oddana skáhallt út.
Utan við girðinguna, í skjóli
kjarrs, er stungið niður mörg-
um stuttum stöngum, frá nokkr-
um þumlungum upp í hálfan
annan metra, og getur girðing-
in þannig orðið 7—8 metra á
breidd. Ég hef séð villisvín lenda
í svona girðingu og brjótast þar
um unz stengurnar höfðu stung-
izt á hol í það. Ef fíll lendir í
svona girðingu, getur hann hæg-
lega fengið spík í gegnum fót-