Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 95
RAUÐA MYLLAN
93
lega og sagði: „Nei, þetta þýðir
ekkert! Hann er vita heyrnar-
laus. Farðu og seztu hjá honum,
Henri. Þú getur horft á teikn-
ingarnar hans. Hann er snill-
ingur í að teikna hesta. Ég kem
til ykkar eftir sýninguna.“
Princeteau tók vel á móti
Henri. Hann fletti teikniheftinu
og sýndi drengnum hestamynd-
irnar. Eftir dálitla stund tólc
hann litla bók upp úr vasa
sínum.
„Langar þig til að teikna?“
skrifaði hann.
Henri las spurninguna og
kinkaði kolli.
Princeteau rétti honum teikni-
bókina brosandi. Henri fór að
teikna tvo hesta á hlaupum og
heyrnarlausi listamaðurinn varð
brátt undrandi og að lokum al-
veg forviða. Stundarkorn horfði
hann á drenginn eins og hann
tryði ekki sínum eigin augúm.
Með titrandi hendi dró hann
litlu bókina aftur upp úr vasa
sínum og rissaði í flýti: „Þú
teiknar afbragðsvel!“ Hann
strikaði undir orðið „afbragðs".
Þetta var það fyrsta, sem
Henri sagði mömmu sinni frá,
þegar hann kom heim um kvöld-
ið.
„Mamma, mamma!" hrópaði
hann og glevmdi að kyssa hana.
„Ég hitti ',mlan mann —
reglulegan listamann, sem sagði
að ég teiknaði afbragðs vel!“
Hann bunaði út úr sér öllu
sem hann hafði séð á hestasýn-
ingunni og hvernig hann hefði
komizt í kynni við heyrnarlausa
listamanninn.
„Svo tók hann litla bók upp
úr vasa sínum og skrifaði: „Þú
teiknar afbragðs vel.“
„En hvað hann var vingjarn-
legur við þig,“ sagði móðirin
rólega.
*
„Höfuðverkur, ha? Slæmur
höfuðverkur?“
Læknirinn fitlaði við grátt
hökuskeggið. Þessi höfuðverkur
yrði ekki lengi að batna, hann
skyldi sjá um það. Og hitinn,
hann yrði ekki lengi að
hverfa ....
Greifafrúin stóð við rúm son-
ar síns og horfði á æfð hand-
brögð læknisins.
Loks lokaði læknirinn svörtu
töskunni sinni og sneri sér að
móðurinni. Þetta var ekkert,
ekkert alvarlegt. En það voru
viss einkenni, sem komu honum
dálítið á óvart. Mætti hann
sækja starfsbróður sinn, svo að
þeir gætu litið báðir á dreng-
inn?
Starfsbróðirinn var líka með
grátt hökuskegg. Hann sagði
líka gamanyrði meðan hann
þreifaði á slagæð Henris, skoð-
aði hálsinn á honum, athugaði
tunguna og hlustaði hann. Að
lokinni rannsókninni var þessi
læknir alveg eins vandræðalegur
og hinn fyrri.
Þegar læknarnir höfðu borið
saman ráð sín, ávörpuðu þeir
greifafrúna með þessum orð-
um: