Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 99

Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 99
RAUÐA MYLLAN 97 „Hversvegna flýtti pabbi sér svona í burtu?“ spurði hann móður sína, þegar hún kom inn. „Þú veizt, að pabbi þinn er alltaf að flýta sér.“ Hún þóttist þurfa að laga koddann. „Hann kemur bráðum aftur.“ Hann fann á sér, að hún var að fara kringum sannleikann, og þegar hún sagði nokkrum dögum seinna, að greifinn hefði orðið að fara skyndilega til Parísar, varð honum að orði: „Pabbi hefur alltaf ákaflega mikið að gera, er það ekki?“ Þetta sumar dvöldu þau í Malroméhöllinni, sem móðirin hafði nýlega keypt. Gamla höll- in var svo skuggaleg, að hún gat ekki hugsað sér að vera þar eftir að Henri veiktist. Kvöldið áður en þau ætluðu að leggja af stað til Parísar, sat drengurinn með móður sinni úti á svölunum og naut hress- andi kvöldgolunnar. Skyndilega sneri hann sér að henni. „Mamma,“ sagði hann feimnislega. „Mig langar til að verða málari.“ „Málari!“ sagði hún for- viða. Orðið vakti ekki hjá henni ánægjulegar hugsanir. Að und- anteknum fáeinum virðulegurn og lærðum listamönnum, voru þeir yfirleitt óheflaðir og kæru- lausir flækingar, sem lifðu siða- lausu lífi í sóðalegum þakher- bergjum á Montmartre, drukku absint og máluðu naktar konur. Þeir lifðu á yztu mörkum hins siðaða samfélags, eins og leik- arar, skáld og hljómlistarmenn. Það gat verið, að sonur smá- kaupmanns gæti sér að skað- lausu lagt út á listamannsbraut- ina, en ekki tiginn og auðugur ungur maður. Og alls ekki mað- ur af Toulouse-Lautrec . . . „Málari!“ endurtók hún. „En Henri . . .“ „Ég veit, hvað þú ætlar að segja,“ tók hann fram í fyrir henni. „En mér hefur alltaf þótt gaman að teikna. Auðvitað verð ég fyrst að fá úr því skorið, hvort ég hef nokkra hæfileika. Ef til vill myndi Princeteau — þú manst eftir gamla mannin- um, sem ég hitti á hestasýning- unni — ef til vill myndi hann vilja segja mér til . . .“ Hún horfði hugsandi út í nóttina. Nokkrar kennslustund- ir í teikningu ættu ekki að gera neinn skaða. Hann myndi gleyma einstæðingsskap sín- um, ef hann hefði eitthvað fyr- ir stafni .... * Frá upphafi tókst góð vin- átta með gamla heyrnarlausa listamanninum og krypplingn- um rmga. Enda þótt Princeteau væri í rauninni ekki mikill listamaður, var hann fljótur að koma auga á frábæra hæfileika piltsins og leizt ekki á blikuna. Henri var snillingur í að fara með liti og var frumlegur með afbrigðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.