Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 99
RAUÐA MYLLAN
97
„Hversvegna flýtti pabbi sér
svona í burtu?“ spurði hann
móður sína, þegar hún kom
inn.
„Þú veizt, að pabbi þinn er
alltaf að flýta sér.“ Hún þóttist
þurfa að laga koddann. „Hann
kemur bráðum aftur.“
Hann fann á sér, að hún var
að fara kringum sannleikann,
og þegar hún sagði nokkrum
dögum seinna, að greifinn hefði
orðið að fara skyndilega til
Parísar, varð honum að orði:
„Pabbi hefur alltaf ákaflega
mikið að gera, er það ekki?“
Þetta sumar dvöldu þau í
Malroméhöllinni, sem móðirin
hafði nýlega keypt. Gamla höll-
in var svo skuggaleg, að hún
gat ekki hugsað sér að vera þar
eftir að Henri veiktist.
Kvöldið áður en þau ætluðu
að leggja af stað til Parísar, sat
drengurinn með móður sinni
úti á svölunum og naut hress-
andi kvöldgolunnar.
Skyndilega sneri hann sér að
henni. „Mamma,“ sagði hann
feimnislega. „Mig langar til að
verða málari.“
„Málari!“ sagði hún for-
viða.
Orðið vakti ekki hjá henni
ánægjulegar hugsanir. Að und-
anteknum fáeinum virðulegurn
og lærðum listamönnum, voru
þeir yfirleitt óheflaðir og kæru-
lausir flækingar, sem lifðu siða-
lausu lífi í sóðalegum þakher-
bergjum á Montmartre, drukku
absint og máluðu naktar konur.
Þeir lifðu á yztu mörkum hins
siðaða samfélags, eins og leik-
arar, skáld og hljómlistarmenn.
Það gat verið, að sonur smá-
kaupmanns gæti sér að skað-
lausu lagt út á listamannsbraut-
ina, en ekki tiginn og auðugur
ungur maður. Og alls ekki mað-
ur af Toulouse-Lautrec . . .
„Málari!“ endurtók hún. „En
Henri . . .“
„Ég veit, hvað þú ætlar að
segja,“ tók hann fram í fyrir
henni. „En mér hefur alltaf þótt
gaman að teikna. Auðvitað verð
ég fyrst að fá úr því skorið,
hvort ég hef nokkra hæfileika.
Ef til vill myndi Princeteau —
þú manst eftir gamla mannin-
um, sem ég hitti á hestasýning-
unni — ef til vill myndi hann
vilja segja mér til . . .“
Hún horfði hugsandi út í
nóttina. Nokkrar kennslustund-
ir í teikningu ættu ekki að gera
neinn skaða. Hann myndi
gleyma einstæðingsskap sín-
um, ef hann hefði eitthvað fyr-
ir stafni ....
*
Frá upphafi tókst góð vin-
átta með gamla heyrnarlausa
listamanninum og krypplingn-
um rmga.
Enda þótt Princeteau væri í
rauninni ekki mikill listamaður,
var hann fljótur að koma auga
á frábæra hæfileika piltsins og
leizt ekki á blikuna. Henri var
snillingur í að fara með liti og
var frumlegur með afbrigðum.