Úrval - 01.06.1951, Side 100
98
ttRVAL
En fólk vildi ekki litauðug,
frumleg málverk; það kaus
heldur drungalegar og nákvæm-
ar myndir eins og hann málaði
sjálfur. Hann varð að taka í
taumana og beina piltinum inn
á réttar brautir.
Skömmu fyrir jól veiktist
Princeteau. Hann skrifaði
greifafrúnni bréf og kvaðst vera
á förum til Parísar. Hann ráð-
lagði henni að senda Henri á
einhvern góðan málaraskóla,
þar sem hann gæti fullnumað
sig í að mála andlitsmyndir.
Þegar móðir Henris spurði
hann, hvort hann vildi ekki
heldur fá kennara heim, svar-
aði hann:
„Nei, mamma. Hvemig get ég
orðið málari, ef ég stunda ekki
námið í einhverjum skóla. Ég
get ekki haft gibsstyttur sem
fyrirmyndir alla mína ævi. Og
svo get ég kannski eignast ein-
hverja vini, ef ég sæki málara-
skóla.“
Henni vöknaði um augu, þeg-
ar hún fann, hve heitt hann
þráði að eignast vin.
,,Ég veit hvað þú ert að
hugsa.“ Hann horfði á hana
með stóru, döpru augunum sín-
um. „Ég er líka hræddur. En
ég get ekki falið mig heima til
eilífðar.“
*
Á hverjum morgni fór Henri
að heiman, ók til Montmartre,
þar sem málaraskólinn var, en
fór úr vagninum á næsta götu-
horni, svo að námsfélagarnir
sæu ekki til hans.
Hann fikraði sig með erfiðis-
munum upp f jóra stiga og kom
á slaginu níu inn í vinnustof-
una, sem var á fjórðu hæð.
Þegar kennslunni var lokið,
settist Henri að snæðingi í mat-
söluhúsi einu með nokkrum
skólafélögum sínum. Það bar
margt á góma. Meðlimir hins
nýstofnaða Félags óháðra lista-
manna deildu fast á málverka-
sala, gagnrýnendur og gamal-
dags málara.
Þar sá hann Renoir, sem leit
út eins og meinlætamaður, en
málaði þó lystilegar myndir af
nöktum konum; og Claude
Monet, sem var alveg eins og
óðalsbóndi frá Normandí, enda
var hann það líka. Eitt sinn kom
hann auga á Cézanne, þar sem
hann sat einn við borð, útúr-
borulegur og tortrygginn.
Henri var nú orðinn einn af
drengjunum — eða því sem
næst. Hann hafði áunnið sér
traust þeirra, lánað þeim pen-
inga og borgað óteljandi „um-
ganga“ af öli. Hann hafði spil-
að við þá, reykt fyrstu sígarett-
una sína með þeim og tekið þátt
í hinum endalausum umræðum
þeirra um l’amour og konur —
einkum konur.
Stundum fannst Henri þetta
sífellda tal um kvenfólk vera
leiðinlegt. Hann hafði séð stúlk-
urnar þeirra, og hann gat ekki
skilið, hversvegna þeir voru
svona hrifnir af þeim. Það voru