Úrval - 01.06.1951, Page 101

Úrval - 01.06.1951, Page 101
RAUÐA MYLLAN 99 magrar vinnustúlkur, sem þeir höfðu kynnzt á einhverjum dansleiknum, fyrirsætur eða lauslætisdrósir. Páar voru fríð- ar; sumar jafnvel sóðalegar. En félagar Henris voru hrifnir af þeim. Þær höfðu engin áhrif á hann og raunar engin stúlka. Honum var unun að því að sitja á kaffihúsinu og hlusta á glamrið í bollunum og köllin í þjónunum. Hvílík umskipti! Fyrir örfáum árum lá hann í rúminu, með gibsumbúðir um fæturna og vonlaus um að verða nokkurntíma fær til gangs. Og nú var hann nítján ára málara- nemi, drakk bjór og spjallaði við félaga sína um Michel- angelo og ítalska list. Þetta líf var svo dásamlegt, að hann átti ákaflega erfitt með að kveðja kunningjana klukkan sex og halda heim í þjakandi kyrrðina í dagstofu móður sinn- ar. Ef hann gæti nú fengið hana til að samþykkja, að hann leigði sér herbergi á Mont- martre .... ,,Mér þykir leitt, að ég skuli enn koma of seint,“ sagði hann eitt kvöld, þegar hann haltraði inn í lesstofuna. ,,Ég var tutt- ugu mínútur á leiðinni frá Montmartre. Umferðin var gíf- urleg og vagninn er svo kald- ur. Ég er viss um að ég fæ hráðum lungnabólgu af þessu ferðalagi.“ Hún horfði á hann yfir borð- ið. Lungnabólgu —- það mátti ekki vera neitt minna! En hvað æskan gat verið miskunnarlaus og harðbrjósta! Hve fljót hún var að grípa til ódrengilegra vopna, til þess að ná markmiði sínu! Hann vildi fá herbergi á Montmartre, það var allt og sumt. ,,Þig langar til að búa á Montmartre?“ sagði hún lágt. Hreinskilni hennar kom hon- um á óvart — hann hafði ætl- að sér að hafa sitt fram með hægð. Það var tilgangslaust að ætla sér að leika á hana. ,,Já, mamma, mig langar til að búa á Montmartre,“ játaði hann án þess að vera með frekari fyrir- slátt. „Ég er ekki andvíg því að þú búir þar, en ég vil ekki að þú verðir einn. Þú gætir dottið og orðið ósjálfbjarga.“ Hann hafði búizt við þessari mótbáru. „Það vill svo vel til að Grenier hefur tveggja herbergja íbúð. Ég hef sagt þér frá hon- um, er það ekki? Ég get leigt annað herbergið.“ Hún brosti dapurlega. „Jæja, Henri, þá máttu búa á Mont- martre fyrir mér.“ „Þakka þér fyrir, mamma!“ Hann reis á fætur og kyssti hana. „Ó, þakka þér fyrir! Ég vissi, að þú myndir skilja mig. Einn glugginn á íbúðinni snýr út að garðinum, beint á móti vinnustofu Degas!“ „Hugsaðu þér, ég get horft inn í vinnu- stofu Degas.“ „Og hver er Degas?“ spurði hún.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.