Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 110
108
ÚKVAL
hvergi lifað lífinu nema á Mont-
martre.“
Tárin runnu niður kinnar
hennar.
,,Þú verður hræðilega ein-
mana á Montmartre, mon petii.“
,,Ég verð allstaðar einmana,
mamrna."
Hún reyndi ekki að aftra hon-
um. Hann hafði á réttu að
standa — það var engin önnur
leið fær. Það var misskilningur,
þegar hún hélt að hún myndi
geta varið hann fyrir örlögum
hans. Örlögin voru á valdi guðs.
Hvað myndi verða um hann?
Hann var ófríður, hann var
krypplingur, en þó þyrsti hann
í ást og sigra. Hvað myndi hann
taka fyrir? Hún vissi það ekki.
En eitt vissi hún: Hann var
barnið hennar og hann myndi
verða fyrir áföllum. Og hún
ætlaði ekki að yfirgefa hann.
Hún ætlaði að biðja fyrir hon-
um og bíða eftir honum — þar
til yfir lyki.
Hann tók að mála af ofur-
kappi, stundum þrjár, fjórar
myndir samtímis. Hann málaði
meðan nokkur dagskíma var á
lofti. En þegar rökkvaði og
hann gat ekki unnið lengur,
sótti einmanaleikinn að honum
og endurminningarnar létu
hann ekki í friði. Þá tók hann
hatt sinn og fór út.
Hann lagði leið sína í knæp-
urnar við Clichystræti . . . Þar
sat hann kvöld eftir kvöld, með
hattinn niðri í augum, las dag-
blöðin, rissaði myndir og horfði
á léttúðarkvendin við iðju sína.
Þá var það eitt kvöld, að hann
bað um konjak, fyrst eitt glas,
síðan annað. Allt í einu var orð-
in mikil breyting á högum hans.
Hann verkjaði ekki lengur í
fæturna og þunglyndi hans var
horfið. Krypplingur? Hver var
krypplingur? Hann var farinn
að dansa við fallega stúlku, og
hún hjúfraði sig að honum eins
og stúlkurnar í l’Ely gerðu . . .
Hann uppgötvaði sér til mik-
illar gleði, að hann var „fædd-
ur“ drykkjumaður, að hann gat
drukkið ótrúlega mikið magn
af áfengi, án þess að á honum
sæi. Sumir gátu klifið fjöll og
hleypt hestum yfir sex feta háa
girðingu. Það var líka eitt, sem
Inann gat gert — hann gat
drukkið!
Tæpu ári eftir að hann hvarf
aftur til Montmartre, var hann
beðinn að teikna kápumynd á
sönglagahefti, sem átti að fara
að koma út. I heftinu var lagið
„A Saint-Lazare“, sem lýsti lífi
gleðikonunnar, sem reikar um
götur Parísar, og teikningin átti
að vera táknræn fyrir lagið.
Teikningin á sönglagaheftinu
vakti mikla athygli. Nafn
Henris var brátt á allra vörum.
Hann græddi ekki fé á mynd-
inni, en hún hafði mikil áhrif
á líf hans. Hinn fjarlægi heim-
ur listarinnar, sem aldrei fyrr
hafði lotið svo lágt að taka eft-
ir kápumynd á sönglagahefti,