Úrval - 01.06.1951, Side 112

Úrval - 01.06.1951, Side 112
110 rrRVAL Það var ennþá gamla Mont- martre — ósiðað og rómantískt. Og nú var það að syngja sitt síðasta lag. * Engill dauðans var þegar far- inn að sveima um Montmartre, en enginn þekkti hann, því að hann var þrekinn maður með grátt yfirskegg. Henri hitti hann í l’Ely. Ókunni maðurinn gekk að borði hans og lyfti hattinum. ,,Ég heiti Zidler,“ sagði hann. „Charles Zidler.“ Henri bauð honum sæti og þeir tóku að ræðast við. Zidler var forstjóri Cirque Hippo- drome, stærsta sirkuss í París. „Ég hef verið að svipast eftir nýju sýningaratriði í meira en ár,“ sagði Zidler, „einhverri nýj- ung, sem ég get grætt milljón á. Og ég er búinn að finna þessa nýjung—það er cancan dansinn. Næsta vor, þegar sýningin verð- ur opnuð og þúsundir manna flykkjast til Parísar, ætla ég að skemmta þeim svo um mun- ar. Ég ætla að ráða þessar stúlkur, sem dansa hérna í l’Ely, og sérstaklega La Goulue. Það er stúlka, sem kann að dansa! Svo ætla ég að reisa danshöll og ráða hljómsveit. Montmartre er tilvalinn staður. Ég ætla að byggja danshöll, sem er eins og vindmylla og mála hana rauða. Hversvegna? Af því að það er engin rauð bygging til í París, Rauði liturinn gerir líka kven- fólkið fallegra og karlmennina þyrstari og ástleitnari. Og ég ætla að láta mylluvængina snú- ast og skreyta þá með þessum nýju rafmagnsljósum frá Amer- íku. Auðvitað rauðum. Það verð- ur hægt að sjá þau í tíu mílna fjarlægð.“ Hann þagnaði og sá í anda, hvernig hinar rauðlýstu myllu- vængir snerust í næturmyrkr- inu. „Já, herra Toulouse, þetta verður frægasta danshöll í Frakklandi. Hvað er ég að segja? I Frakklandi? 1 víðri veröld! Og ég er líka búinn að skýra hana. Ég ætla að kalla hana Moulin Rouge, Rauðu mylluna. Munið eftir því nafni, herra minn. Rauða myllan. Rauöa myllan!“ 2. dag aprílmánaðar 1889 blakti franski fáninn í fyrsta skipti yfir Eiffelturninum. Klukkan tíu um morguninn lýsti forseti lýðveldisins, Sidi Carnot, hina miklu sýningu opna almenningi. Mánuðum saman streymdi fólk á sýninguna. Mikill fjöldi útlendinga kom til Parísar og það mátti heyra allar heimsins tungur talaðar á kaffihúsum borgarinnar. Á Montmartre var Rauða myllan tekin að snúa glitrandi vængjunum og Henri var orð- inn fastagestur þar. Rauða myllan varð hans annað heimili. Hann þekkti alla og var eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.