Úrval - 01.06.1951, Side 112
110
rrRVAL
Það var ennþá gamla Mont-
martre — ósiðað og rómantískt.
Og nú var það að syngja sitt
síðasta lag.
*
Engill dauðans var þegar far-
inn að sveima um Montmartre,
en enginn þekkti hann, því að
hann var þrekinn maður með
grátt yfirskegg.
Henri hitti hann í l’Ely.
Ókunni maðurinn gekk að borði
hans og lyfti hattinum.
,,Ég heiti Zidler,“ sagði hann.
„Charles Zidler.“
Henri bauð honum sæti og
þeir tóku að ræðast við. Zidler
var forstjóri Cirque Hippo-
drome, stærsta sirkuss í París.
„Ég hef verið að svipast eftir
nýju sýningaratriði í meira en
ár,“ sagði Zidler, „einhverri nýj-
ung, sem ég get grætt milljón
á. Og ég er búinn að finna þessa
nýjung—það er cancan dansinn.
Næsta vor, þegar sýningin verð-
ur opnuð og þúsundir manna
flykkjast til Parísar, ætla ég
að skemmta þeim svo um mun-
ar. Ég ætla að ráða þessar
stúlkur, sem dansa hérna í l’Ely,
og sérstaklega La Goulue. Það
er stúlka, sem kann að dansa!
Svo ætla ég að reisa danshöll
og ráða hljómsveit. Montmartre
er tilvalinn staður. Ég ætla að
byggja danshöll, sem er eins og
vindmylla og mála hana rauða.
Hversvegna? Af því að það er
engin rauð bygging til í París,
Rauði liturinn gerir líka kven-
fólkið fallegra og karlmennina
þyrstari og ástleitnari. Og ég
ætla að láta mylluvængina snú-
ast og skreyta þá með þessum
nýju rafmagnsljósum frá Amer-
íku. Auðvitað rauðum. Það verð-
ur hægt að sjá þau í tíu mílna
fjarlægð.“
Hann þagnaði og sá í anda,
hvernig hinar rauðlýstu myllu-
vængir snerust í næturmyrkr-
inu.
„Já, herra Toulouse, þetta
verður frægasta danshöll í
Frakklandi. Hvað er ég að
segja? I Frakklandi? 1 víðri
veröld! Og ég er líka búinn að
skýra hana. Ég ætla að kalla
hana Moulin Rouge, Rauðu
mylluna.
Munið eftir því nafni, herra
minn. Rauða myllan. Rauöa
myllan!“
2. dag aprílmánaðar 1889
blakti franski fáninn í fyrsta
skipti yfir Eiffelturninum.
Klukkan tíu um morguninn
lýsti forseti lýðveldisins, Sidi
Carnot, hina miklu sýningu
opna almenningi.
Mánuðum saman streymdi
fólk á sýninguna. Mikill fjöldi
útlendinga kom til Parísar og
það mátti heyra allar heimsins
tungur talaðar á kaffihúsum
borgarinnar.
Á Montmartre var Rauða
myllan tekin að snúa glitrandi
vængjunum og Henri var orð-
inn fastagestur þar. Rauða
myllan varð hans annað heimili.
Hann þekkti alla og var eins og