Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 115

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 115
RAUÐA MYLLAN 113 koma með mér — eða á ég að beita valdi?“ „Sleppið henni,“ sagði Henri. „Sjáið þér ekki, að þér meiðið hana?“ Maðurinn vék sér að honum. „Ég sá hana ávarpa einhvern og hún hefur ekkert skírteini. Stúlka, sem stundar götuna, verður að hafa skírteini.“ „Það getur ekki verið þessi stúlka — hún hefur verið með mér í allt kvöld,“ sagði Henri. Hann laug svo eðlilega, að það var erfitt að véfengja hann. „I allt kvöld?“ endurtók mað- urinn tortrygginn. „Og þér eruð herra Toulouse, ekki satt?“ „Jú. Og ég ætla að kæra yður fyrir lögreglunni, ef þér hætt- ið ekki að ónáða fólk.“ „Fyrir lögreglunni? Það var smellið. Ég er nefnilega lög- regluþjónn.“ „Af hverju eruð þér þá ekki í einkennisbúningi ? Sýnið mér einkennismerkið!“ Maðurinn sleppti takinu á stúlkunni og fór að hneppa frá sér jakkanum. „Ég heiti Patou og starfa í siðgæðislögreglunni. Við erum ekki í einkennisbún- ingum.“ „Gott og vel. Ég tek yður trúanlegan. En þér hafið rangt fyrir yður að því er þessa stúlku snertir. Við höfum verið saman í allt kvöld.“ Leynilögreglumaðurinn var á báðum áttum um stund. „Mér þykir leitt að hafa ó- náðað yður, herra Toulouse,“ sagði hann. „En við verðum að gera eins og okkur er skipað, þér skiljið það. Einhver verður að gæta velferðar almennings og hafa augun með þessum stúlkum.“ „Auðvitað —- ég skil það vel. Jæja — bon soir, herra Patou.“ Hann kallaði til stúlkunnar. „Komdu, elskan — við skulum halda áfram. Það er orðið álið- ið.“ Þau gengu þögul burt og lög- reglumaðurinn horfði á eftir þeim. Þegar þau komu að horninu á Canlaincourtgötu, staðnæmd- ist hann undir götuljóskeri. Nú gat hann fyrst virt hana fyrir sér. Hún var ljóshærð og yngri en hann hafði búizt við — á að gizka átján, nítján ára. Munn- ur hennar var stór og varirnar málaðar. Hún var hvorki í kápu né með hatt, og Henri hafði grun um, að hún væri allsnak- in undir kjólnum. Þó virtist henni ekki vera kalt. Hún var auðsjáanlega enginn engill, en hún var ákaflega girnileg. „Búið þér hérna nálægt?“ „Já, ég hef vinnustofu við þessa götu.“ „Lofið mér að vera hjá yður,“ sagði hún ísmeygilega. „Þér þurfið ekki að borga mér neitt. Mér er sama, þó að þér séuð krypplingur. Ég skal vera góð við yður.“ Rödd hennar var blíð og lokkandi. Þarna var þá freistingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.