Úrval - 01.06.1951, Page 116
114
ÚRVAL
mikla komin . . . freistingin, sem
ómögulegt var að standast . . .
Höggormurinn í aldingarðinum
Eden hlaut að hafa verið svona
tungumjúkur og ísmeygilegur.
„Segðu nei! Segðu nei!“ hróp-
aði veik rödd hið innra með hon-
um. „Hún ætlar aðeins að hafa
þig að féþúfu . . .“ En önnur
rödd varð yfirsterkari: „Eina
nótt . . . aðeins eina nótt . . .“
Nokkra stund var hann á báð-
um áttum. Nei, það var þýðing-
arlaust að veita viðnám . . . Það
skipti ekki máli, hver hún var
eða hvaðan hún kom. Ekkert
skipti máli nema það eitt, að
hún var þarna og hjúfraði sig
upp að honum — að hann gæti
fundið mjúkan líkama hennar
við hlið sína þessa nótt, gæti
gert við hana það sem honum
sýndist ... I nótt skyldi hún
verða hans.
Hún flutti í íbúð hans. Hún
hét Maria Charlet. Hún fyllti
baðherbergið af farðabaukum
sínum, kömbum og hárnálum.
í fyrsta skipti á ævi sinni
kynntist Henri kvenmanni náið.
Hann horfði á hana baða sig,
mála varirnar og skrýfa hár
sitt. Það var eins og að eignast
hana á nýjan hátt að kynnast
þannig kvenleikanum að tjalda-
baki.
í fyrsta skipti á ævinni hafði
hann nú eignast ástmey. Og þó
— ekki alveg . . .
„Ef þú vilt að ég komi aftur,
verður þú að borga mér,“ sagði
hún. „Og ef þú vilt að ég sé
alla nóttina, verður þú að borga
mér tíu franka.“
Þegar hann sagði henni, að
hann vildi líka hafa hana hjá
sér á daginn, trúði hún honum
ekki. Hversvegna vildi hann
hafa hana hjá sér á daginn?
Það hafði enginn beðið hana um
þetta fyrr. Jæja, ef honum var
það svona mikið kappsmál, þá
yrði hann að borga fimm franka
að auki. Hún varð hissa, er hann
gekk áð þessum skilmálum.
Hann hlaut að vera ríkur . . .
Hann varð aftur fyrir von-
brigðum, þegar hann vildi
kynna hana fyrir vinum sínum.
„Ég vil ekki kynnast þeim.
Hversvegna ætti ég að vera að
hlusta á einhverja þvælu um
list, sem ég botna ekkert í?“
Hann komst að raun um, að
hún var gersneydd öllum metn-
aði og kærði sig ekki hót um
að bæta sig. Hana dreymdi
jafnvel ekki um að krækja sér
í ríkan mann, sem er þó höfuð-
markmið allra léttúðarkvenda.
Hún hafði alizt upp í fátækra-
hverfunum og kærði sig ekki
um að losna þaðan. Hún myndi
ekki breyta líferni sínu hans
vegna. Ef hann vildi hafa hana
hjá sér áfram, yrði hann að
breyta sjálfur um lifnaðar-
hætti.
Og það gerði hann.
Hann afrækti vini sína og
hætti að fara í Rauðu mylluna
á kvöldin. Og þar sem þau fóru
ekki að sofa fyrr en undir morg-
un og klæddust ekki fyrr en um