Úrval - 01.06.1951, Page 116

Úrval - 01.06.1951, Page 116
114 ÚRVAL mikla komin . . . freistingin, sem ómögulegt var að standast . . . Höggormurinn í aldingarðinum Eden hlaut að hafa verið svona tungumjúkur og ísmeygilegur. „Segðu nei! Segðu nei!“ hróp- aði veik rödd hið innra með hon- um. „Hún ætlar aðeins að hafa þig að féþúfu . . .“ En önnur rödd varð yfirsterkari: „Eina nótt . . . aðeins eina nótt . . .“ Nokkra stund var hann á báð- um áttum. Nei, það var þýðing- arlaust að veita viðnám . . . Það skipti ekki máli, hver hún var eða hvaðan hún kom. Ekkert skipti máli nema það eitt, að hún var þarna og hjúfraði sig upp að honum — að hann gæti fundið mjúkan líkama hennar við hlið sína þessa nótt, gæti gert við hana það sem honum sýndist ... I nótt skyldi hún verða hans. Hún flutti í íbúð hans. Hún hét Maria Charlet. Hún fyllti baðherbergið af farðabaukum sínum, kömbum og hárnálum. í fyrsta skipti á ævi sinni kynntist Henri kvenmanni náið. Hann horfði á hana baða sig, mála varirnar og skrýfa hár sitt. Það var eins og að eignast hana á nýjan hátt að kynnast þannig kvenleikanum að tjalda- baki. í fyrsta skipti á ævinni hafði hann nú eignast ástmey. Og þó — ekki alveg . . . „Ef þú vilt að ég komi aftur, verður þú að borga mér,“ sagði hún. „Og ef þú vilt að ég sé alla nóttina, verður þú að borga mér tíu franka.“ Þegar hann sagði henni, að hann vildi líka hafa hana hjá sér á daginn, trúði hún honum ekki. Hversvegna vildi hann hafa hana hjá sér á daginn? Það hafði enginn beðið hana um þetta fyrr. Jæja, ef honum var það svona mikið kappsmál, þá yrði hann að borga fimm franka að auki. Hún varð hissa, er hann gekk áð þessum skilmálum. Hann hlaut að vera ríkur . . . Hann varð aftur fyrir von- brigðum, þegar hann vildi kynna hana fyrir vinum sínum. „Ég vil ekki kynnast þeim. Hversvegna ætti ég að vera að hlusta á einhverja þvælu um list, sem ég botna ekkert í?“ Hann komst að raun um, að hún var gersneydd öllum metn- aði og kærði sig ekki hót um að bæta sig. Hana dreymdi jafnvel ekki um að krækja sér í ríkan mann, sem er þó höfuð- markmið allra léttúðarkvenda. Hún hafði alizt upp í fátækra- hverfunum og kærði sig ekki um að losna þaðan. Hún myndi ekki breyta líferni sínu hans vegna. Ef hann vildi hafa hana hjá sér áfram, yrði hann að breyta sjálfur um lifnaðar- hætti. Og það gerði hann. Hann afrækti vini sína og hætti að fara í Rauðu mylluna á kvöldin. Og þar sem þau fóru ekki að sofa fyrr en undir morg- un og klæddust ekki fyrr en um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.