Úrval - 01.06.1951, Side 122
120
ÚRVAL
Allt í einu sagði Jane: „Af
hverju drekkur þú svona mik-
ið Henri? Hversvegna ertu að
drepa þig á þessu bölvuðu kon-
jaki?“
„Vertu ekki að þessu, Jane!
Ég veit að ég drekk of mikið,
en það_ er ekkert við því að
gera. Ég get ekki hætt. Ég
vildi að ég gæti það, en ég get
það ekki.“
„Þú ert einmana," sagði hún
og það var meðaumkun í rödd-
inni. „Þér þýðir ekkert að mót-
mæla. Þú ert ákaflega einmana.
Ég vildi óska . . .“
Hún þagnaði og varð hugsi.
Skyndilega sagði hún hátt:
„Myriame! ... Að mér
skyldi ekki detta hún í hug
fyrr?“
„Hvað ertu að tala um?“
„Ekkert. Mér datt bara dálít-
ið í hug.“
Daginn eftir bað Jane Henri
að koma með sér í hina frægu
tízkuverzlun Paquins. Henri
færðist undan, því að hann vissi
ekki hvað hann ætti að vilja
þangað, en tilgangur Jane var
raunar að koma honum í kynni
við Myriame, sem var sýning-
arstúlka þar. Að lokum lét
Henri tilleiðast að fara með
henni.
Myriame var há og fríð
stúlka og bar sig forkunnar vel.
Hár hennar var kolsvart og
gljáandi og andlitið fölt og
kringluleitt. En Henri var
hrifnastur af augunum. Þau
voru ekki alveg svört — kaffi-
brún, að honum fannst — og
Ijómuðu dásamlega.
Þegar Jane hafði kynnt þau,
fór Myriame að tala við Henri.
„Ég sá sýninguna yðar,“ sagði
hún brosandi, „en ég sá ekki
mikið af málverkunum. Það var
svo mikill mannfjöldi.“
Hann leit í augu hennar, en
gat hvorki lesið úr þeim háð
né meðaumkun, aðeins viður-
kenningu.
„Það var leiðinlegt. Ég vildi
óska, að ég hefði vitað af því.“
En hverju hefði það breytt.
Hún hafði sjálfsagt verið í
fylgd með einhverjum ríkum
monsieur. Allar sýningarstúlk-
ur áttu elskhuga . . .
En nú hafði Myriame snúið
sér að leikkonunni.
„Ætlar þú ekki að máta nýja
kjólinn ?“
En Henri til mikillar undr-
unar kvaðst Jane ekki mega
vera að því. Hún þyrfti að
bregða sér annað.
„Jæja, hvernig leizt þér á
hana?“ spurði Jane, þegar þau
Henri voru að aka yfir Ven-
dometorgið.
„Hún er falleg stúlka. En
hvað kemur það málinu við,
hvemig mér lízt á hana?“
„Ég tók þig með mér, af því
að ég ætlaði að kynna ykkur.
Ég held, að þið getið orðið góð-
ir vinir. Hún dáist að þér.“
„Hvernig veiztu það?“
„Af því að ég þekki Myri-
ame. Hún dáist að öllum fræg-
um mönnum — og þú ert fræg-