Úrval - 01.08.1951, Page 60
58
ÚRVAL
hugasamir um ræktun þeirra,
og þótt fólk sé nízkt, skoðar það
ekki hug sinn um að greiða
mikið fé þegar í boði er sérlega
fallegur túlípani.“
Nafn plöntunnar hafði Bus-
bequjus misskilið. Á tyrknesku
hefur túlípaninn alltaf heitið
„lale“ — en af frásögn hans má
ráða, að hann hefur bent á rauð-
an túlípana í öllu blómaskrúð-
inu og spurt hinn tyrkneska
leiðsögumann sinn hvað hann
héti. Tyrkjanum hefur ekki ver-
ið Ijóst hvað Busbequjus átti
við — blómaskrúið var svo mik-
ið — og þá datt Busbequjus
snjallræði í hug. Liturinn var
sá sami og á vefjarhetti (túr-
ban) leiðsögumannsins. Hann
benti af blóminu á vefjarhött
mannsins, og þá brosti leiðsögu-
maðurinn. „Túlípam“, sagði
hann. „Túrban“. Og vegna þessa
misskilnings ber hin skrautlega
austurlandajurt enn í dag sama
nafn og tyrkneski vef jarhöttur-
urinn.
Busbequjus tók nokkra lauka
með sér heim til Vín, og það
varð upphaf að túlípanaræktun
í Evrópu, sem seinna varð að
sannkölluðu túlípanaæði.
Konrad Gesner, hinn kunni
svissneski náttúrufræðingur, sá
túlípanann fimm árum síðar og
lýsir honum þannig: — „Hann
ber einföld, stór og rauð blóm
— líkt og rauð lilja — og hefur
þægilegan ilm, sem þó hverfur
fljótt.“
Árið 1562 fékk kaupmaður í
Antwerpen sendingu af túlípan-
laukum frá Konstantínópel. Frá
Flandern bárust þeir til Hol-
lands og þaðan breiddust þeir
út — til Englands kom fyrsti
túlípaninn 1578.
Allsstaðar þar sem hann
blómstraði vakti hann hrifn-
ingu. Dr. Clusius, grasafræði-
prófessor í Leyden, sem fengið
hafði tvo lauka hjá Busbequjus,
aflaði sér aukatekna með því að
rækta og seija túlípanlauka. En
hann var svo dýrseldur, að
margt manna tók sig saman
eina nótt, læddist inn í garðinn
hans og stal öllum beztu lauk-
unum hans; við þetta óx áhug-
inn á túlípönum mjög mikið.
Eftirmanni Clusiusar leiddist
svo lætin út af túlípönunum, að
hann sló með stafnum sínum
blómin af hverjum einasta túlí-
pana, sem hann náði til í garð-
inum. Almenningur reiddist
þessu, — en árið eftir kom í
Ijós, að laukarnir, sem blómin
höfðu verið slegin af, urðu