Úrval - 01.08.1951, Síða 125

Úrval - 01.08.1951, Síða 125
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 123 inni í herbergi sínu, gekk um gólf og stundi hátt, braut penna sína, endurtók og breytti hundr- að sinnum, skrifaði upp og strik- aði út jafnoft, og byrjaði svo á upphafinu daginn eftir með óbil- andi brautseigju. Hann gat eytt sex vikum í að lagfæra eitt blað, og stundum lauk öllu erfiði hans með því, að hann skrifaði loks lagið nákvæmlega eins og hon- um hafði komið það í hug í fyrsta innblæstrinum.“ Hann lauk við Sónötu í G-moll seint um haustið 1846, áður en hann fór frá Nohant. Hann hafði sam- ið hana meðan George var að skrifa skáldsöguna Lucrezia Floriani, sem fór að birtast í Courier Frangais í júní sama ár. 'Chopin hafði lesið kaflana jafn- óðum og George skrifaði þá. Var lionum ljóst, að persónan Karol í sögunni var hann sjálfur? Gerði hann sér grein fyrir því, að enda þótt ævintýri þeirra væri ekki enn lokið, þá hafði George skrifað sögu þess, á sama hátt og hann hafði samið „svanasöng“ sinn, cello-sónöt- una, síðasta mikla tónverk- ið sitt? Samkomulagið á heim- ilinu hafði farið versnandi um hríð. Fólk hvíslaðist á um það, að dóttir George Sand, Solange, væri að reyna að ná elskhuga móðúr sinnar á sitt vald. George vildi ekki viðurkenna, að hin átján ára gamla dóttir sin gæti freistað Chopins. Það var of mikil auðmýking, of mikið vanþakklæti fyrir allt, sem hún hafði gert. En henni gramdist, þegar Chopin studdi málstað So- lange í deilum innan f jölskyld- unnar — og hún gat ekki van- metið þá yfirburði, sem æska dótturinnar veitti henni. Sjálf var hún orðin fjörutíu og tveggja ára gömul. Ástandið versnaði enn við það, að Maurice, sem nú var orðinn myndugur, leit á sig sem hús- bónda á heimilinu og fór ekki dult með andúð sína á Chopin. Eftir mikla orðasennu hótaði hann að fara burt af heimilinu. George, sem var hrædd um að Maurice myndi gera alvöru úr hótun sinni, snerist á sveif með syni sínum og gegn Chopin, sem verið hafði elskhugi hennar í níu ár. Chopin laut höfði og sagði lágt: „Þú elskar mig ekki lengur.“ George, sem þrýsti sér upp að Maurice, svaraði engu. Sjúkdómurinn hafði herjað svo á Chopin, að hann var orð- inn eins og skuggi. Augun voru innfallin og vangarnir holdlaus- ir. Það mótaði fyrir beinagrind- inni undir gagnsæju hörundinu. Aðeins hár hans, sem ávallt var jafn vandlega skrýft, var ósnort- ið af hrömunareinkennum dauð- ans. Aðrar þjáningar bættust líka við líkamlegan sjúkleika hans. Þegar vinir Chopins lásu Lucre- zia Floriani, urðu þeir ævareiðir út í George fyrir það, að hún hefði notað hann sem fyrirmynd einnar persónunnar í sögunni. George neitaði því mjög ákveð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.