Úrval - 01.06.1953, Page 4

Úrval - 01.06.1953, Page 4
2 ÚRVAL er sjálfsagt sú, að leikararnir lifa hlutverk sín á þann hátt sem sjaldgæft er að sjá í öðr- urn kvikmyndum. Þeir eru ekki að leika, þeir eru, við þekkjum þá, og þó höfum við kannski aldrei séð þannig fólk í veru- leikanum. En við segjum við sjálf okkur: já, svona hlýtur það að vera. Þetta er ótvírætt höf- uðkostur ítalskra kvikmynda. Annað atriði er veruleika- blær myndanna. Manni verður á að spyrja hvort þær séu bún- ar til á annan hátt en í öðrum löndum. Það eru þær ekki, en síðan í stríðslok hafa ítalskir kvikmyndarar gert tilraunir með að setja upptökur úr veru- leikanum í myndirnar, í fyrsta lagi til þess að auka veru- leikablæinn, og í öðru lagi til þess að leita að aðferðum er orðið gætu til að sýna áhorfand- anum eitthvað af því sem máli skiptir í landinu, fólkið og vandamál þess. Auk þess knúði styrjöldin kvikmyndarana til að fara út á strætin með myndavélar, starfslið og leik- ara, því að mörg kvikmynda- ver höfðu verið eyðilögð. Þannig fengust atriði sem voru kannski ekki eins glæsileg hvað ljósmyndun snerti og í Holly- wood-kvikmyndum eða frönsk- um myndum, en þau hrifu áhorfendurna af því að þau báru svip af fréttamynd, og velheppnaðar fréttamyndir grípa mann alltaf föstum tök- um. Helztu leikstjórarnir (Rossel- lini, De Sica og Castellani) not- uðu einnig mikið óþekkta leik- ara. Ólærðir leikarar, sem aldrei fyrr höfðu staðið fyrir framan kvikmyndavél, fengu aðalhlutverk, sem þeim tókst, undir ieiðsögn leikstjóranna, að gæða sönnu lífi og um leið listrænu gildi- Eg nefni örfáa: Lamberto Maggiorani sem De Sica fann til að leika aðalhlut- verkið í Hjólhestapjófinum, Carlo Battisti, sem lék eftir- launamanninn í hinni hógværu en áhrifamiklu sósíalmynd Umberto D, napólístúlkan Filo- mena Russo sem Castellani not- aði til að leika móðurina í Tveggja aura von . . . allt eru þetta amatörar, viðvaningar eða bara venjulegt fólk, er líktist þeim persónum sem það átti að leika, og oft var per- sónunum breytt þangað til þær féllu að leikurunum eins og hanzki að hönd. Þetta sýnir okkur ekki aðeins að margir viðvaningar geta leyst af hendi ógleymanleg leikafrek í list- rænni kvikmynd, heldur einnig að veruleikinn getur rétt list- inni hjálparhönd. Gott dæmi um það hvernig sannfræði og skáldskapur geta runnið saman í göfuga einingu má sjá í hinni dýrlegu sumarleyfismynd Luc- iano Emmers: Sunnudagur í ágúst. Hressandi dirfska í hlut- verkaskipun þegar um var að ræða gamalkunna leikara sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.