Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
er sjálfsagt sú, að leikararnir
lifa hlutverk sín á þann hátt
sem sjaldgæft er að sjá í öðr-
urn kvikmyndum. Þeir eru ekki
að leika, þeir eru, við þekkjum
þá, og þó höfum við kannski
aldrei séð þannig fólk í veru-
leikanum. En við segjum við
sjálf okkur: já, svona hlýtur það
að vera. Þetta er ótvírætt höf-
uðkostur ítalskra kvikmynda.
Annað atriði er veruleika-
blær myndanna. Manni verður
á að spyrja hvort þær séu bún-
ar til á annan hátt en í öðrum
löndum. Það eru þær ekki, en
síðan í stríðslok hafa ítalskir
kvikmyndarar gert tilraunir
með að setja upptökur úr veru-
leikanum í myndirnar, í fyrsta
lagi til þess að auka veru-
leikablæinn, og í öðru lagi til
þess að leita að aðferðum er
orðið gætu til að sýna áhorfand-
anum eitthvað af því sem máli
skiptir í landinu, fólkið og
vandamál þess. Auk þess knúði
styrjöldin kvikmyndarana til
að fara út á strætin með
myndavélar, starfslið og leik-
ara, því að mörg kvikmynda-
ver höfðu verið eyðilögð.
Þannig fengust atriði sem voru
kannski ekki eins glæsileg hvað
ljósmyndun snerti og í Holly-
wood-kvikmyndum eða frönsk-
um myndum, en þau hrifu
áhorfendurna af því að þau
báru svip af fréttamynd, og
velheppnaðar fréttamyndir
grípa mann alltaf föstum tök-
um.
Helztu leikstjórarnir (Rossel-
lini, De Sica og Castellani) not-
uðu einnig mikið óþekkta leik-
ara. Ólærðir leikarar, sem
aldrei fyrr höfðu staðið fyrir
framan kvikmyndavél, fengu
aðalhlutverk, sem þeim tókst,
undir ieiðsögn leikstjóranna,
að gæða sönnu lífi og um leið
listrænu gildi- Eg nefni örfáa:
Lamberto Maggiorani sem De
Sica fann til að leika aðalhlut-
verkið í Hjólhestapjófinum,
Carlo Battisti, sem lék eftir-
launamanninn í hinni hógværu
en áhrifamiklu sósíalmynd
Umberto D, napólístúlkan Filo-
mena Russo sem Castellani not-
aði til að leika móðurina í
Tveggja aura von . . . allt eru
þetta amatörar, viðvaningar
eða bara venjulegt fólk, er
líktist þeim persónum sem það
átti að leika, og oft var per-
sónunum breytt þangað til þær
féllu að leikurunum eins og
hanzki að hönd. Þetta sýnir
okkur ekki aðeins að margir
viðvaningar geta leyst af hendi
ógleymanleg leikafrek í list-
rænni kvikmynd, heldur einnig
að veruleikinn getur rétt list-
inni hjálparhönd. Gott dæmi
um það hvernig sannfræði og
skáldskapur geta runnið saman
í göfuga einingu má sjá í hinni
dýrlegu sumarleyfismynd Luc-
iano Emmers: Sunnudagur í
ágúst.
Hressandi dirfska í hlut-
verkaskipun þegar um var að
ræða gamalkunna leikara sem