Úrval - 01.06.1954, Page 2

Úrval - 01.06.1954, Page 2
Slysfarir í dýraríkinu. Framhald af 3. kápusíðu. sig. Hár og snæri eru oft hættu- leg fyrir fugla. Englendingur seg- ir frá þvi, að tveir starrar hafi dottið flögrandi við fætur sér. Þeir höfðu báðir flækzt í sama snærinu. Kearton segir frá smá- fuglj, sem hafði flækzt í löngu taglhári og gat ekki losað sig; hann brauzt um þangað til hann hengdist i hárinu. Oft kemur fyr- ir, að hár er I fæðunni og að sinn hvor endi þess lendir upp í sinn hvorn fuglinn samtímis, þannig að þeir flækjast saman í því. Sund- fuglar festast oft í vatnajurtum og drukkna þannig. Spendýr fára sér einnig oft að voða. Jay C. Bruce fann dauðan amerískan hjört, sem hafði fest sig í kverk milli tveggja trjáa. Svo virtist sem hann hefði teygt sig upp eftir mistilteini, en skrik- að fótur og annar fóturinn festst í kverkinni. Þegar hjörturinn fannst, lá hann á hryggnum, ann- ar framfóturinn úr liði um öxlina og jörðin upprótuð. Verksummerk- in sýndu greinilega hve mjög ves- lings dýrið hafði brotizt um til að losna. Oft hlaupa hirtir og dádýr hratt gegnum skóglendi, og stangast þá stórar, framstandandi tréflísar stundum á hol í þau. Iðu- lega hafa fundizt slíkar flísar í holdi veiðidýra. Hjörtum og antilóputörfum er sérstök hætta búin þegar þeir heyja einvígi um hindirnar um fengitímann. Hættan er í þvi fólg- in, að þeir festist saman á horn- unum. Þeir beita mikið hornun- um í bardögunum, og stundum festast þau svo illa saman, að dýrin geta með engu móti losað sig í sundur og deyja að lokum úr örmagnan og hungri. Stundum eru hornin svo illa flækt saman þegar hræin finnast, að ógerning- ur er með öllu að ná þeim í sund- ur. Komið hefur fyrir, að þrír hirtir hafa festst saman á horn- unum. Veiðimannahópur, sem var á ferð í nánd við Indíánafljótið i Michigan í Bandaríkjunum, kom í allstórt rjóður þar seih nærri hálfur hektari lands var eitt mold- arflag eftir tvo hirti. 1 miðju flag- inu lágu hirtirnir samanflæktir á homunum, Annar var dauður og hinn í andarslitrunum. Þýðendur (auk ritstjórans): Öskar Bergsson (Ó.B.) og Guðmundur Thoroddsen (G. Th.). tRVAL — timarit. —■ Kemur ú't 8 sinnum á ári. Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954. Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Áskriftarverð 70 krónur. títgefandi: Steindórsprent h.f.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.