Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 2
Slysfarir í dýraríkinu.
Framhald af 3. kápusíðu.
sig. Hár og snæri eru oft hættu-
leg fyrir fugla. Englendingur seg-
ir frá þvi, að tveir starrar hafi
dottið flögrandi við fætur sér.
Þeir höfðu báðir flækzt í sama
snærinu. Kearton segir frá smá-
fuglj, sem hafði flækzt í löngu
taglhári og gat ekki losað sig;
hann brauzt um þangað til hann
hengdist i hárinu. Oft kemur fyr-
ir, að hár er I fæðunni og að sinn
hvor endi þess lendir upp í sinn
hvorn fuglinn samtímis, þannig að
þeir flækjast saman í því. Sund-
fuglar festast oft í vatnajurtum
og drukkna þannig.
Spendýr fára sér einnig oft að
voða. Jay C. Bruce fann dauðan
amerískan hjört, sem hafði fest
sig í kverk milli tveggja trjáa.
Svo virtist sem hann hefði teygt
sig upp eftir mistilteini, en skrik-
að fótur og annar fóturinn festst
í kverkinni. Þegar hjörturinn
fannst, lá hann á hryggnum, ann-
ar framfóturinn úr liði um öxlina
og jörðin upprótuð. Verksummerk-
in sýndu greinilega hve mjög ves-
lings dýrið hafði brotizt um til
að losna. Oft hlaupa hirtir og
dádýr hratt gegnum skóglendi, og
stangast þá stórar, framstandandi
tréflísar stundum á hol í þau. Iðu-
lega hafa fundizt slíkar flísar í
holdi veiðidýra.
Hjörtum og antilóputörfum er
sérstök hætta búin þegar þeir
heyja einvígi um hindirnar um
fengitímann. Hættan er í þvi fólg-
in, að þeir festist saman á horn-
unum. Þeir beita mikið hornun-
um í bardögunum, og stundum
festast þau svo illa saman, að
dýrin geta með engu móti losað
sig í sundur og deyja að lokum
úr örmagnan og hungri. Stundum
eru hornin svo illa flækt saman
þegar hræin finnast, að ógerning-
ur er með öllu að ná þeim í sund-
ur. Komið hefur fyrir, að þrír
hirtir hafa festst saman á horn-
unum. Veiðimannahópur, sem var
á ferð í nánd við Indíánafljótið i
Michigan í Bandaríkjunum, kom
í allstórt rjóður þar seih nærri
hálfur hektari lands var eitt mold-
arflag eftir tvo hirti. 1 miðju flag-
inu lágu hirtirnir samanflæktir á
homunum, Annar var dauður og
hinn í andarslitrunum.
Þýðendur (auk ritstjórans): Öskar Bergsson (Ó.B.)
og Guðmundur Thoroddsen (G. Th.).
tRVAL — timarit. —■ Kemur ú't 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Áskriftarverð 70 krónur.
títgefandi: Steindórsprent h.f.