Úrval - 01.06.1954, Side 17

Úrval - 01.06.1954, Side 17
HÝTIN GURINN 15 ur sínum, sem var þögull og strangur og óútreiknanlegur. Móðir hans var málgefin, en þagnaði skyndilega þegar henni varð litið á föðurinn. Þau rifust aldrei, en samt var eitthvað dularfullt í sambandi þeirra. Hann hafði fundið, að þau voru á einhvern óljósan hátt and- stæðingar og hann fylgdi föður sínum. Hann sat á milli þeirra á kvöldin og skoðaði rýtinginn. Hann var ekki leikfang, heldur vopn, til þess gert að beita því þegar stundin kæmi. Finnskir sjómenn voru alltaf með svona rýtinga á sér. ¥¥ANN vann störf sín eins og venjulega og skipaði skrif- stofustúlkunum fyrir. Það kom yfir hann einhver undarleg, dimm fagnaðarkennd. Nú var runninn upp hinn rétti tími til að taka í taumana, hiklaust og gagngert. Hún skyldi ekki fá að eyðileggja son hans. Allt í einu sá hann fyrir sér litla skelfda andlitið og kenndi til einhvers, sem líktist meðaumk- un, einhvers sem hann vildi ekki vita af. Rýtingurinn risti í gegnum hugsanir hans og skar allan óþarfan, skaðlegan veik- leika burtu. Hann átti að vera styrkurinn í þroska drengsins, alvaran, ábyrgðartilfinningin. En drengurinn faldi sig alltaf undir pilsfaldi móður sinnar. Ef þetta héldi þannig áfram, mundi illa fara fyrir honum. Það var sama veiklyndið í andlitsdrátt- um hans og hennar. Hann beit saman vörunum og hrukkaði ennið. Eg hef aðvar- að þau, hugsaði hann, ég hef þolað þeim nóg. Þegar leið á daginn fann hann, að það losnaði um eitthvað innra með honum, eitthvað sem lengi hafði hlaðizt upp og hvílt á huga hans eins og óbærilegt farg. Þau höfðu skapað sér heim ut- an við hann, þó að það væri ein- göngu í krafti hans, sem þau lifðu og voru til. Þau voru nrædd við hann og hörfuðu frá honum. I kvöld ætlaði hann að sýna þeim, hver væri sigurveg- arinn. Hirðuleysið um rýting- nn var dropinn, sem varð til bess að út úr flæddi. Honum fannst óljóst, sem hann hefði búizt við þessu strax þegar íann gaf drengnum hann. Hann týndi öllu, var skeytingarlaus um allt sem kaupa varð fyrir peninga. Og hver lagði til pen- ingana? Hann sá í anda sjálf- an sig sem gamlan mann, sem varð að greiða ólifnaðar- og spilaskuldir fyrir misheppnað- an son sinn. Og konan hans trítlaði í kringum soninn, varði hann og reyndi að leyna víxl- sporum hans, altekin móður- kennd, sakbitin og fjarlæg öll- um öðrum en barni sínu. Það skyldi aldrei fara svo. Hann var viljasterkur maður, sem lét skynsemina ráða. Tilviljanir réðu engu í lífi hans. Hann ætl- aði sér að nota öll tækifæri, ná
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.