Úrval - 01.06.1954, Side 31
I»eir komu til Evrópu fyrir 1000 árum
og hafa flaklcað þar um siðan.
TATARAR í EVRÓPU
Úr „Hörde Ni“,
eftir Ivar Lo-Johansson.
T TM árið 1000 komu tatarar
fyrst til Evrópu. Lengi vel
héldu menn, að þeir væru Egypt-
ar, eða Grikkir. Þess hefur jafn-
vel verið getið til, að Hómer hafi
verið tatari. Oft voru þeir nefnd-
ir eftir því landi, sem þeir komu
frá. Til Svíþjóðar komu tatarar
árið 1512, sennilega frá Dan-
mörku eða Skotlandi. Aldrei
voru þeir þó kallaðir Danir eða
Skotar í Svíþjóð.
En árið 1766 kom fram í dags-
ljósið merkileg heimild varðandi
uppruna tataranna, nánast af
tilviljun. Lítið, austurrískt dag-
blað skýrði frá því samkvæmt
bréfi frá einum fréttaritara sín-
um, að austurrískur klerkur í
Indlandi hefði fundið þar hjá
stúdentum lítið orðasafn yfir
indverska mállýzku. Þegar hann
kom heim, las hann úr orðasafn-
inu fyrir nokkra ungverska tat-
ara, og kom þá í ljós, að þeir
skildu nærri hvert orð. Þetta
atvik vakti forvitni manna og
málið var rannsakað nánar. Við
samanburð á indverskum mál-
lýzkum og romanes — máli tat-
aranna — kom í Ijós, að það er
af fomindverskum stofni. Auk
málskyldleikans hafa líffræði-
legar athuganir styrkt menn í
þeirri trú, að tatarar séu af índ-
verskum uppruna og hafi komið
þaðan til Evrópu fyrir nærri
1000 árum. Um orsökina vita
menn ekkert.
Miðaldirnar voru blómaskeið
tataranna í Evrópu. Þeir mættu
allsstaðar lotningu, voru taldir
fjölkimnugir og forspáir. Þeir
höfðu aðgang að konungahirð-
um og umgengust aðalinn, páf-
inn lagði þeim liðsyrði. Þeir voru
taldir fyrirmenn og eftirsóttir
elskhugar. 1 Budapest í Ung-
verjalandi höfðu tveir flokkar
manna rétt til að fara yfir brýrn-
ar án þess að borga brúartoll —
háaðallinn og tatarar. Það var
ekki af fátækt, heldur af því að
þeir voru frjálsbornir.
En þetta breyttist fljótlega.
Tatarar kváðust vera pílagrímar
og hyggðust dvelja sjö ár í lönd-
unum, sem þeir vitjuðu. En brátt
kom í ljós, að það var alls ekki
ætlun þeirra að fara aftur. Hófst
þá í ýmsum löndum barátta fyr-
ir útrýmingu þeirra. Karlmenn