Úrval - 01.06.1954, Side 35

Úrval - 01.06.1954, Side 35
Kona hugleiðir andlegt og líkamlegt ástand sitt þegar hún á — Barn í vœndiim Grein úr „Vi“, eftir „Karimor“ ALLT í einu, þegar ég er önn- um kafinn, f inn ég að spyrnt er í þind mína. Ég er kannski stödd á fundi. Það er verið að ræða mál, sem mér finnst mikil- vægt. Ég er í ákefð minni að því komin að leggja orð í belg. Þá finn ég þennan litla fót: ég er líka til, segir hann. Og á samri stundu verður rödd mín mildari. Ég segi að öllum líkindum það sem ég ætlaði að segja, en röddin verður rólegri, orðin hógværari. Brölt barnsins litla hefur gjör- breytt hugblæ mínum. Mig lang- ar til að hlæja. Mér finnast skoðanir mínar ekki mikilvægar lengur. Kannski eru þær réttar, kannski alrangar. Mér finnst ekkert víst lengur nema hin leyndu tengsl milli mín og barns- ins, meðan tunga mín talar um eitthvað annað. Ein vinkona mín sagði við mig um daginn, næstum í ásökunar- róm: „Þú ert bara alveg eins og þú átt að þér. Næstum eins og þú hefðir ekki hugmynd um að þú ættir von á barni.“ Verið getur að með manni leynist einhver vottur af of- metnaði: það skal enginn geta kvartað undan því, að hún hafi gjörbreytzt eftir að hún varð þunguð. Óttinn við öfund guð- anna er kannski einnig að verki. Meðgöngunni fylgir alltaf nokk- ur óvissa, sem okkur hættir til að mikla fyrir okkur. Gerðu þér ekki of glæstar vonir! Þá verð- urðu kannski fyrir vonbrigðum! En fyrst og fremst er hér um allt annað að ræða, um nýja tegund innileiks ogtrúnaðarsam- bands, sem við leynum helzt öðrum, á sama hátt og ung stúlka reynir að þurrka spor sælunnar af andliti sínu þegar hún kemur af fyrsta fundi við elskhuga sinn. Jafnvel þegar ég er ein, reynist mér örðugt að skilgreina þetta nýja ástand. Ástæðan til þess að ég ætla þó að gera tilraun til þess hér er sú, að við heyrum svo oft talað um meðgönguna sem sjúkdóm eða sem ástand á mörkum hins abnormala, þar sem hætta leyn- ist við hvert fótmál. Allt það sem jafnöldrur okkar á tektar- árunum fræddu okkur um, til dæmis, eða það sem fólki getur 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.