Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 39
BARN 1 VÆNDUM
37
lofti og svifta okkur hinum fáu
sólskinsstundum, sem land okk-
ar hefur að bjóða.
Ef til vill er löngunin til að
láta undan höfganum, sem
stundum sígur á mann, heilbrigð
eðlishvöt. Ef til vill þarfnast
barnið þess, að við sleppum
öðru hvoru allri hugsun og lifum
í fullkomnu aðgerðarleysi, njót-
um samvistanna við það þann
stutta tíma, sem við eigum það
alveg og gefum okkur tíma til
að gleðjast yfir því. Nú er af-
staða okkar hinsvegar sú, að
eftir fæðinguna ætlum við að
gefa barninu allt sem það þarfn-
ast, og þessvegna leggjum við
að oltkur við öflun og tilbúning
þess sem við teljum því nauð-
synlegt.
Ef þetta væri rétt, þá verður
samfélagið líka að breyta til,
viðurkenna að meðgöngutím-
inn sé jafnmikilvægur og tím-
inn eftir fæðinguna og haga að-
gerðum sínum í samræmi við
það. Og sjálfar verðum við þá
að vega og meta að nýju hvað
barninu er fyrir beztu, hvort er
mikilvægara að við vinnum fyr-
ir fínum barnavagni eða gætum
þess að vera nokkurn vegnin ó-
þreyttar þegar það kemur.
Enn sem komið er vitum við
ekki mikið. En eitt veit ég eftir
þessa mánuði: það er ekki sjúk-
dómur að vera með barni. Það
er heldur ekki „venjulegt á-
stand“. Það er sérstakt ástand.
Allt líf okkar er þátttakandi í
því, allt sem við höfum reynt og
ekki reynt: von og ótti, gleði og
vonbrigði. Fyrir nokkrum árum
hefði ég borið bam undir brjósti
með öðruvísi hugarfari, ég hefði
verið meira tvískipt miili barns-
ins og starfsins, meira uggandi
um framtíð þess: hef ég rétt
til þess að fæða barn í þennan
grimma heim ? Heimurinn hef ur
ekki batnað síðan, en ég er orð-
in léttúðugri, þori að treysta
meira á löngun mína en kalda
skynsemina.
En ef ég hefði ekki Mikael,
eða ef hann liti á barnið sem
byrði, ef hann talaði ekki við
það á hverjum degi eins og það
væri þegar komið í heiminn, og
ef hann hefði ekki lofað mér
því að vera hjá mér þegar það
kemur, já, hvernig væri líðan
mín þá um meðgöngutímann ?
Þegar maður veit hve einmana
margar konur eru um biðtíma
sinn, þá fyllist maður auðmýkt
í hamingju sinni yfir því að eiga
annan til að deila með löngun-
inni eftir barni.
Og þó kemur fyrir að óttinn
grípur mig: en ef illa fer, ef
ekkert verður eða annað enn
verra! Eins og huggun finn ég
gælinn fót barnsins undir brjósti
mér: hvað sem fyrir kemur, þá
verður þetta, sem við reynum nú,
aldrei tekið frá okkur.
0-0-0