Úrval - 01.06.1954, Side 46
44
ÚRVAL
þess að hún þyldi sviftivinda
New Yorkflóans.
„Þetta mikla líkneski veröur
að reisa,“ sagði Eiffel með á-
kefð. 0g skömmu síðar komu
frá teikniborði hans teikningar
af nýrri gerð stálgrinda, sem
voru nægilega léttar til þess að
geta staðið á tiltölulega litlum
stalli, en þó nógu sterkar til að
þola mestu storma. Ymsir verk-
fræðingar töldu glapræði að
reisa styttuna á þessari undir-
stöðu, en Bartholdi fór að ráð-
um Eiffels. Árangurinn varð sá,
að eftir þetta tóku verkfræðing-
ar víða um heim að gera til-
raunir með ýmiskonar járn-
grindur til bygginga.
Maria-Pia brúin í Portúgal,
sem Eiffel reisti, markaði önn-
ur tímamót í brúarbyggingum.
Stjórn Portúgals hafði auglýst
eftir tilboðum í brú yfir Douro,
sem er beljandi stórfljót. Brúin
átti að vera 60 metra há og
spenna yfir 150 metra haf. Eiff-
el fór að skoða staðhætti. „Þetta
er óframkvæmanlegt,“ sagði að-
stoðarmaður hans. „Sennilega,“
sagði Eiffel og deplaði augun-
um. „En það verður gaman að
reyna það.“
Þegar Eiffel kom til Parísar
settist hann við teikniborð sitt;
viku seinna gerði hann boð fyr-
ir yfirverkfræðinga sína. „Voi-
la!“ sagði hann. „Ég hef fundið
lausnina. Við látum brúna
hanga.“ Keppinautar hans
göptu af undrun þegar þeir sáu
hið ótrúlega lága tilboð hans, og
undrun þeirra óx eftir því sem
smíðinni miðaði áfram. 1 stað-
inn fyrir þunga og dýra palla úr
timbri notaði hann stálvíra,
múraða niður á báðum bökkum
fljótsins til þess að halda uppi
einum hluta bogans meðan öðr-
um var bætt við. Þó að þetta
sé nú algeng aðferð við brúar-
gerð, var það alger nýjung þá.
Öhætt er að segja, að með bygg-
ingu Maria-Pia brúarinnar, með
hinn stóra en furðulega létta
boga, sem bar uppi meginhaf
brúarinnar, hafi stálbygginga-
tækninni þokað fram 1110, mörg
ár.
Frá vinnuborði Eiffels kom
hver áætlunin á fætur annarri
— um brýr í Rússlandi, Egypta-
landi, Perú; stíflur, verksmiðjur
og járnbrautastöðvar — margt
af því stærri byggingar en áður
höf ðu verið gerðar, og aðal þeirra
allra var einfaldleiki í bygg-
ingu og hagsýni í framkvæmd.
Víðsvegar í Evrópu risu upp eft-
irlíkingar af byggingum Eiffels.
Einn af aðstoðarmönnum hans
sagði við hann, að hann væri of
örlátur á upplýsingar, sem ættu
að vera leyndarmál fyrirtækis-
ins. „Já, en góði maður,“ sagði
Eiffel, „ef mér hefur hlotnazt sú
ánægja að finna upp eitthvað,
hví skyldu þá ekki aðrir mega
njóta góðs af því. Mér er sómi
að því. Auk þess get ég alltaf
fundið upp eitthvað nýtt.“
Auður og frægð ollu litlum
breytingum á háttum hans. Á
virkum dögum var vinnudagur