Úrval - 01.06.1954, Page 51
UM ÞJÖÐTRU OG GIMSTEINA
49
aðar voru í 560 perlur. Þetta
áhugamál entist honum árum
saman og skildi aldrei alveg við
hann. Hann dundaði stundum
við það heilu dagana að taka
gimsteina sína úr öskjunum og
setja þá í aftur“.
Og svo heldur frásögnin á-
fram með litríkri upptalningu á
öllum þeim gimsteinum sem
Dorian Gray átti: hinn ólífu-
græni krysóberyll sem verður
rauður við lampaljós, víngulir
og rósrauðir tópasar, lograuðir
rúbínar með sindrandi sex-
hymdum stjörnum, eldrauðir
granatsteinar og fjólubláir eða
appelsínugulir spínellar. — Lýs-
ingunni lýkur með öllum þeim
sögnum sem Dorian Gray hafði
safnað um gimsteina.
Þetta dæmi sýnir glöggt hve
mjög gimsteinarnir hafa alla tíð
orkað á ímyndunarafl mannsins.
Það mætti virðast svo sem tindr-
andi fegurð þessara smásteina
væri ein nóg til þess að veita
na,utn og vekja áhuga — að
ekki sé minnzt á verðgildið. En
skoðandinn hefur jafnan viljað
bæta öðm við það gildi. Óskin
um að sjá í gimsteinunum töfra-
meðal hefur átt sinn þátt í að
skapa þá ríku arfhelgi, sem fylg-
ir steinunum og enn lifir á vomm
tímum. Tálvonin um töframátt-
inn er að vísu brostin, að minnst
kosti er hjátrú mannanna ekki
jafnáþreifanleg og hún var áð-
ur, en endurminningin um hana
lifir enn og getur að sínu leyti
orðið til þess að auka skilning
vorn á hugmyndaheimi liðinna
tíma. Og það er kannski ein-
mitt þetta sem veldur því, að
jafnvel leikmannskynni af gim-
steinunum og sögu þeirra er
efnisrík og örvandi ævintýri.
0-0-0
Austan tjalds.
Það var verið að kjósa til sveitastjómar í Tékkóslóvakíu.
Kjósendunum var fylgt að atkvæðakassanum og þar var þeim
fengið lokað umslag, sem þeir áttu að stinga í kassann.
Forvitinn kjósandi opnaði umslagið og fór að lesa nöfn fram-
bjóðendanna.
„Hvað ertu að gera?“ spurði einn úr kjörstjórninni.
„Mig langar 'til að vita hverja ég kýs.“
„Ertu vitlaus?" sagði kjörstjórnarmaðurinn. „Veiztu ekki, að
þetta eru leynilegar kosningar?"
— Magazine Digest.
★
„Pabbi ertu að stækka?"
„Nei, barnið mitt. Af hverju spyrðu?"
„Af því að höfuðið á þér er farið að koma upp úr hárinu."
— Okla.