Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 56
54
ÚHVAL
cortison, þótt vel hefði batnað
í bili.
Önnur og óheppileg áhrif af
notkun cortisons komu fyrir hjá
mörgxun, sem voru með grónar
berklaskemmdir. I lungunum
gróa berklasár á þann hátt, að
bandvefshylki myndast utan
um skemmdina svo úr verður
bandvefsherzli, sem lokar inni
berklasýklana og gerir þá ó-
skaðlega, en drepur þá ekki
alltaf. Af því sem áður hefur
verið sagt um áhrif cortisons
á bólgu er auðskilið, að berkla-
sj>klar svona bundnir geta losn-
að við cortisongjöf, en þar sem
cortison hefur dregið úr varn-
ar mætti líkamans, getur hæg-
lega orðið úr þessu hraðfara,
banvæn sýking. Reynslan hef-
ur sýnt, að þessu er svona far-
ið og þegar cortison er notað
er því mikils um vert að úti-
loka berklaskemmdir, sem gætu
orðið hættulegar. Sýnt hefur
verið, að cortison getur
magnað berklasýkingu. Dælt
var berklasýklum í 2 flokka
af músum. Annar flokkurinn
fékk auk þess cortison og allar
mýsnar í þeim flokki drápust
úr berklaveiki á skömmum
tíma, en hinn músaflokkurinn,
sem ekkert cortison fékk, gat
haldið sýkingunni í skefjum.
Þessar fáu staðreyndir, sem
ég hef lýst og margt annað,
sem tengt er þessum rannsókn-
um, leiða til margra mikilvægra
ályktana, sern viðurkenndar
hafa verið af vaxandi fjölda
rannsóknarmanna og annarra,
sem vinna að framförum í
læknavísindum.
Þegar sagan um almenna að-
lögunar syndrómið verður nán-
ar sögð og þekkingin um öll
störf líkamans eykst, verður
það ljóst, að í heilbrigðum
líkama er náið samræmi milli
margra kirtla og annarra líf-
færa. Líkaminn getur þolað
ýmiskonar breytingar, sem svar
við allskonar ofreynslu, án
þess að til sjúkdóms komi, ef
samræmi helzt milli líffæranna,
eins gangvart öðru, í baráttu
þeirra við ofreynslu eða á-
verka. Ef samræmið truflast
og starfsemi líffæranna lendir
í óreiðu, þá og aðeins þá koma
sjúkdómar í ljós.
Þetta samræmi getur trufl-
ast þegar einhver kirtill fer að
framleiða vaka í óhófi, sama
getur orðið ef „hliðarráðstafan-
ir“ koma til greina, sem valda
óeðlilegri svörun við eðlilegu
vakamagni. Þegar samræmið
er einu sinni komið úr skorð-
um vegna „hliðarráðstafana"
þá verður svar við eðlilegri
áreynslu óeðlilegt og sjúkdóm-
urinn, sem af þessu leiðir, sýn-
ist oft taka sig upp aftur og
aftur löngu eftir að upprima-
legu orsakirnar eru hjá liðnar.
Sérstaklega á þetta við um há-
an blóðþrýsting, sumar tegund-
ir af nýmaveiki og margskon-
ar gigt og húðsjúkdóma.
Þannig sjáum við að gamla
hugmyndin um leitina að sjúk-